Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 13:37 Olga Bjarnadóttir er í stjórn ÍSÍ og sækist eftir því að verða nýr forseti sambandsins. Ljósmynd/Hulda Margrét Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur lýst yfir framboði til embættis forseta sambandsins. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira