Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 11:13 Kjötvinnslan er fyrirhuguð í enda byggingarinnar. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti. Þetta kemur fram í umsögn Matvælastofnunar til Skipulagsstofnunar varðandi kjötvinnsluna sem birt er í skipulagsgátt. Hagar, eigandi Aðfanga sem rekur meðal annars Ferskar kjötvörur, áforma að endurnýja kjötvinnslu fyrirtækisins sem nú er starfrækt að Síðumúla 34 í Reykjavík í byggingunni. Hafa Hagar gert leigusamning við Álfabakka 2 ehf. varðandi rekstur kjötvinnslu. Það kemur í hlut Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun hvort leyfi fyrir kjötvinnslu verður veitt. Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir Búseti húsnæðissamfélag fór fram á í erindi til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar í nóvember í fyrra að fyrirhuguð notkun byggingarinnar, þar með talin kjötvinnslan, yrði tekin til skoðunar. yggingarfulltrúi tilkynnti í lok janúar að framkvæmdir við kjötvinnslu skyldu tafarlaust stöðvaðar þar sem ekki lægi fyrir upplýsingar um umhverfismat framkvæmda og áætlana vegna kjötvinnslunnar. Áformað er að setja upp kjötvinnsluna í vesturenda byggingarinnar umtöluðu sem stendur við Álfabakka 2a. Í skýrslu sem verkfræðistofan Verkís vann fyrir Álfabakka 2 ehf. er fyrirætlunum Haga lýst nánar. Tvö hundruð metrar í næsta íbúðarhús Í skýrslunni kemur fram að Ferskar kjötvörur noti sendibíl til útkeyrslu í verslanir og tveir til fimm bílar á dag komi með aðföng kjötvinnslunnar. Samkvæmt umferðargreiningu fari þúsundir bíla á degi hverjum um Álfabakka og nærliggjandi götur. Í því samhengi verði umfang umferðar vegna kjötvinnslunnar óverulegt. Engin efni séu notuð við kjötvinnsluna sjálfa, en tæki og húsnæði er sápuþvegið og sótthreinsað. Frárennsli frá vinnslunni fari í gegnum fituskiljur á leið þess í fráveitu Reykjavíkurborgar. Úrgangur (lífrænn og almennt sorp) sé geymdur innandyra í sérhönnuðum rýmum vinnslunnar. Helsti hávaði sem tengist kjötvinnslunni komi frá vélbúnaði kælikerfis, sem girtur sé af með hljóðdempandi skjólvegg. Um 200 metrar séu í íbúðarhús sem er næst kjötvinnslunni og líklegt sé að á þeirri leið minnki hávaði umtalsvert og sé marktækt innan leyfilegs hljóðsstyrks við húsvegg íbúðarhússins. Starfsemin verði á skilgreindu miðsvæði þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Fyrir liggi álit skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að á miðsvæðum borgarinnar sé almennt heimilt að vera með hreinlega atvinnustarfsemi og léttan iðnað, sem kjötvinnsla Ferskra kjötvara geti fallið undir. Niðurstaðan Verkís og Álfabakka 2a sé að kjötvinnslan sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sérhver hlekkur geti haft áhrif Í umsögn Matvælastofnunar segir að aðkoma stofnunarinnar snúi fyrst og fremst að því að gæta að gæðum, öryggi og hollustu matvæla. Aðkoma stofnunarinnar að umræddri starfsermi lúti þannig eingöngu að leyfisveitingum og eftirlilti með tilliti til matvælaöryggis. Til að tryggja öryggi matvæla þurfi að skoða framleiðsluferli matvæla sem samhangandi heild, allt frá frumframleiðslu til sölu eða afhendingar matvæla til neytenda, því að sérhver hlekkur geti haft áhrif á öryggi matvæla. „Hvað varðar staðsetningu matvælafyrirtækja, þ.e. fyrirtækja sem reka starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi, þá ber að horfa til þess hvort af staðsetningu fyrirtækis stafi hætta á mengun matvæla. Stofnunin hefur ekki ástæðu til að ætla að umrædd staðsetning hafi í för með sér sérstaka hættu á mengun matvæla,“ segir í umsögn Matvælastofnunar. Matvælastofnun telur sig því ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Hagar Verslun Matvælaframleiðsla Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Matvælastofnunar til Skipulagsstofnunar varðandi kjötvinnsluna sem birt er í skipulagsgátt. Hagar, eigandi Aðfanga sem rekur meðal annars Ferskar kjötvörur, áforma að endurnýja kjötvinnslu fyrirtækisins sem nú er starfrækt að Síðumúla 34 í Reykjavík í byggingunni. Hafa Hagar gert leigusamning við Álfabakka 2 ehf. varðandi rekstur kjötvinnslu. Það kemur í hlut Skipulagsstofnunar að taka ákvörðun hvort leyfi fyrir kjötvinnslu verður veitt. Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir Búseti húsnæðissamfélag fór fram á í erindi til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar í nóvember í fyrra að fyrirhuguð notkun byggingarinnar, þar með talin kjötvinnslan, yrði tekin til skoðunar. yggingarfulltrúi tilkynnti í lok janúar að framkvæmdir við kjötvinnslu skyldu tafarlaust stöðvaðar þar sem ekki lægi fyrir upplýsingar um umhverfismat framkvæmda og áætlana vegna kjötvinnslunnar. Áformað er að setja upp kjötvinnsluna í vesturenda byggingarinnar umtöluðu sem stendur við Álfabakka 2a. Í skýrslu sem verkfræðistofan Verkís vann fyrir Álfabakka 2 ehf. er fyrirætlunum Haga lýst nánar. Tvö hundruð metrar í næsta íbúðarhús Í skýrslunni kemur fram að Ferskar kjötvörur noti sendibíl til útkeyrslu í verslanir og tveir til fimm bílar á dag komi með aðföng kjötvinnslunnar. Samkvæmt umferðargreiningu fari þúsundir bíla á degi hverjum um Álfabakka og nærliggjandi götur. Í því samhengi verði umfang umferðar vegna kjötvinnslunnar óverulegt. Engin efni séu notuð við kjötvinnsluna sjálfa, en tæki og húsnæði er sápuþvegið og sótthreinsað. Frárennsli frá vinnslunni fari í gegnum fituskiljur á leið þess í fráveitu Reykjavíkurborgar. Úrgangur (lífrænn og almennt sorp) sé geymdur innandyra í sérhönnuðum rýmum vinnslunnar. Helsti hávaði sem tengist kjötvinnslunni komi frá vélbúnaði kælikerfis, sem girtur sé af með hljóðdempandi skjólvegg. Um 200 metrar séu í íbúðarhús sem er næst kjötvinnslunni og líklegt sé að á þeirri leið minnki hávaði umtalsvert og sé marktækt innan leyfilegs hljóðsstyrks við húsvegg íbúðarhússins. Starfsemin verði á skilgreindu miðsvæði þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Fyrir liggi álit skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að á miðsvæðum borgarinnar sé almennt heimilt að vera með hreinlega atvinnustarfsemi og léttan iðnað, sem kjötvinnsla Ferskra kjötvara geti fallið undir. Niðurstaðan Verkís og Álfabakka 2a sé að kjötvinnslan sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sérhver hlekkur geti haft áhrif Í umsögn Matvælastofnunar segir að aðkoma stofnunarinnar snúi fyrst og fremst að því að gæta að gæðum, öryggi og hollustu matvæla. Aðkoma stofnunarinnar að umræddri starfsermi lúti þannig eingöngu að leyfisveitingum og eftirlilti með tilliti til matvælaöryggis. Til að tryggja öryggi matvæla þurfi að skoða framleiðsluferli matvæla sem samhangandi heild, allt frá frumframleiðslu til sölu eða afhendingar matvæla til neytenda, því að sérhver hlekkur geti haft áhrif á öryggi matvæla. „Hvað varðar staðsetningu matvælafyrirtækja, þ.e. fyrirtækja sem reka starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi, þá ber að horfa til þess hvort af staðsetningu fyrirtækis stafi hætta á mengun matvæla. Stofnunin hefur ekki ástæðu til að ætla að umrædd staðsetning hafi í för með sér sérstaka hættu á mengun matvæla,“ segir í umsögn Matvælastofnunar. Matvælastofnun telur sig því ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Hagar Verslun Matvælaframleiðsla Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira