Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 10:51 Susannah Meyers, þáverandi yfirmaður herstöðvarinnar á Grænlandi, (t.v.) ræðir við Vance varaforseta (annar frá hægri) í heimsókninni í síðasta mánuði. Vísir/Getty Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu. Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu.
Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira