Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 09:51 Kolaorkuver í Vestur-Virginíu spúir reyk út í loftið. Bandaríkjastjórn vill óhefta losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir að þær valdi vaxandi hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum á jörðinni. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ætlar að hætta að krefjast þess að mengandi iðnaður skili upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er hluti af skipulegri áætlun stjórnvalda um að stöðva tilraunir til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir. Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir.
Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira