Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 23:58 Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli mælir með vorhreingerningu í samböndum eins og á heimilinu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, segir mikilvægt að skoða vel þau sambönd sem maður á og setja mörk ef þörf er á. Mörk séu leiðbeiningar um þarfir og væntingar í sambandi. Það sé gott að skoða hver nærir og peppar og hvaða sambönd jafnvel sjúgi frá fólki orkuna. Hvort þetta séu jafnvel einstefnusambönd og fólk sé „á sjálfshátíð“ þar sem það talar aðeins um sjálft sig en spyrji ekki um aðra. Ragga ræddi mörk og sambönd í Reykjavík síðdegis í dag. „Stundum þurfum við að setja upp bleika gúmmíhanska, vopna okkur með góðum skrúbb og sjá hvort það séu einhver sambönd þarna sem setja streitukerfið á felguna,“ segir Ragnhildur og að tilfinningar séu alltaf bestu merkin um það hvar þurfi að setja mörk. Upplifi fólk streitu eða kvíða í aðdraganda þess að hitta aðra eða eftir það sé það mögulega merki um að sambandið sé ekki að ganga upp. Hún segir gott fyrir fólk að hugsa þá um næstu skref. Hún mæli ekki endilega með því að fólk hætti endilega að tala saman heldur séu aðrar lausnir til líka. Það sé hægt að minnka sambandið eða breyta sambandinu. Það sé ekkert alltaf þörf á erfiðu samtali heldur geti fólk einfaldlega byrjað á því að setja sín eigin persónulegu mörk. „Ég mun ekki hringja í þessa manneskju að fyrra bragði eða ég mun bara hitta hana í klukkutíma,“ segir Ragnhildur og að þannig geti fólk varið sín eigin mörk og sína eigin orku. Virði fólk ekki þessi mörk þá sé hægt að skoða aðrar nálganir. Strembið þegar um er að ræða nákominn Ragnhildur segir þetta geta orðið strembið þegar um er að ræða einhvern nákominn. Félagsnetið sé eins og laukur. Yst sé fólk sem maður hittir í búðinni, í næsta lagi kunningjar og samstarfsfélagar, svo vinir og koll af kolli. „Í innsta laginu er okkar allra nánasta fjölskylda, maki og fjölskylda, og þar er erfiðast að setja mörk. Þar erum við búin að vera í dýnamík í áratugi og allt í einu erum við að fara að breyta dansinum sem við erum öll búin að dansa. Svo ferð þú að setja mörk og þá verður þú erfiða týpan,“ segir Ragnhildur og að þá verði fólk jafnvel gaslýst og sakað um drama og erfið viðbrögð. Ragnhildur segir að þegar hún spyrji skjólstæðinga sína um það hverjum þeim finnist erfiðast að setja mörk nefni flestir mömmu og tengdamömmu. „Við viljum eiga samband við þetta fólk en við þurfum þá oft að skoða hvernig ég get breytt því hjá mér.“ Hún segir það oft taka fólk dálítinn tíma að átta sig á því þegar dýnamík breytist með þessum hætti en ef sambandið er heilbrigt og eðlilegt þá taki fólk breytingunum og aðlagi sig að þeim. Ekki að reyna að breyta öðrum „Við erum aldrei að reyna að breyta fólki. Það eru ekki mörk,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi um tímamörk og að fólk biðji um að það sé látið vita ef einhverjum muni seinka. Þannig sértu ekki að breyta annarri manneskju, sem ef til vill er oft sein, í stundvísa manneskju heldur að segja henni að með þér þá verði hún að vera stundvís. „Mörk eru leiðbeiningar um okkar þarfir og væntingar í samböndum til þess við upplifum öryggi í sambandinu. Ef ég upplifi ekki öryggi í sambandinu þá þarf ég að gera eitthvað í því og tilfinningar eru bestu upplýsingarnar.“ Ragnhildur ræddi einnig í viðtalinu um refsingar í kjölfar þess að fólk setur mörk, eins og þagnarbindindi, og segir það eitt æðsta form refsingar. Það sé að fjarlægja samskipti og sé stjórnunartæki til að þvinga fólk til að gera eitthvað. Hún segir þó skýran mun á þagnarbindindi og að biðja um rými þegar tilfinningar bera mann ofurliði. Ástin og lífið Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Það sé gott að skoða hver nærir og peppar og hvaða sambönd jafnvel sjúgi frá fólki orkuna. Hvort þetta séu jafnvel einstefnusambönd og fólk sé „á sjálfshátíð“ þar sem það talar aðeins um sjálft sig en spyrji ekki um aðra. Ragga ræddi mörk og sambönd í Reykjavík síðdegis í dag. „Stundum þurfum við að setja upp bleika gúmmíhanska, vopna okkur með góðum skrúbb og sjá hvort það séu einhver sambönd þarna sem setja streitukerfið á felguna,“ segir Ragnhildur og að tilfinningar séu alltaf bestu merkin um það hvar þurfi að setja mörk. Upplifi fólk streitu eða kvíða í aðdraganda þess að hitta aðra eða eftir það sé það mögulega merki um að sambandið sé ekki að ganga upp. Hún segir gott fyrir fólk að hugsa þá um næstu skref. Hún mæli ekki endilega með því að fólk hætti endilega að tala saman heldur séu aðrar lausnir til líka. Það sé hægt að minnka sambandið eða breyta sambandinu. Það sé ekkert alltaf þörf á erfiðu samtali heldur geti fólk einfaldlega byrjað á því að setja sín eigin persónulegu mörk. „Ég mun ekki hringja í þessa manneskju að fyrra bragði eða ég mun bara hitta hana í klukkutíma,“ segir Ragnhildur og að þannig geti fólk varið sín eigin mörk og sína eigin orku. Virði fólk ekki þessi mörk þá sé hægt að skoða aðrar nálganir. Strembið þegar um er að ræða nákominn Ragnhildur segir þetta geta orðið strembið þegar um er að ræða einhvern nákominn. Félagsnetið sé eins og laukur. Yst sé fólk sem maður hittir í búðinni, í næsta lagi kunningjar og samstarfsfélagar, svo vinir og koll af kolli. „Í innsta laginu er okkar allra nánasta fjölskylda, maki og fjölskylda, og þar er erfiðast að setja mörk. Þar erum við búin að vera í dýnamík í áratugi og allt í einu erum við að fara að breyta dansinum sem við erum öll búin að dansa. Svo ferð þú að setja mörk og þá verður þú erfiða týpan,“ segir Ragnhildur og að þá verði fólk jafnvel gaslýst og sakað um drama og erfið viðbrögð. Ragnhildur segir að þegar hún spyrji skjólstæðinga sína um það hverjum þeim finnist erfiðast að setja mörk nefni flestir mömmu og tengdamömmu. „Við viljum eiga samband við þetta fólk en við þurfum þá oft að skoða hvernig ég get breytt því hjá mér.“ Hún segir það oft taka fólk dálítinn tíma að átta sig á því þegar dýnamík breytist með þessum hætti en ef sambandið er heilbrigt og eðlilegt þá taki fólk breytingunum og aðlagi sig að þeim. Ekki að reyna að breyta öðrum „Við erum aldrei að reyna að breyta fólki. Það eru ekki mörk,“ segir Ragnhildur og tekur dæmi um tímamörk og að fólk biðji um að það sé látið vita ef einhverjum muni seinka. Þannig sértu ekki að breyta annarri manneskju, sem ef til vill er oft sein, í stundvísa manneskju heldur að segja henni að með þér þá verði hún að vera stundvís. „Mörk eru leiðbeiningar um okkar þarfir og væntingar í samböndum til þess við upplifum öryggi í sambandinu. Ef ég upplifi ekki öryggi í sambandinu þá þarf ég að gera eitthvað í því og tilfinningar eru bestu upplýsingarnar.“ Ragnhildur ræddi einnig í viðtalinu um refsingar í kjölfar þess að fólk setur mörk, eins og þagnarbindindi, og segir það eitt æðsta form refsingar. Það sé að fjarlægja samskipti og sé stjórnunartæki til að þvinga fólk til að gera eitthvað. Hún segir þó skýran mun á þagnarbindindi og að biðja um rými þegar tilfinningar bera mann ofurliði.
Ástin og lífið Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið