„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:08 Arnar Pétursson er á leiðinni með íslenska liðið á lokakeppni HM. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. „Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Fyrst og fremst líður mér bara svakalega vel að hafa geirneglt það að tryggja okkur þátttökurétt í lokakeppni HM. Það er merkilegur áfangi að vera á leiðinni á stórmót í þriðja skiptið í röð og því ber að fagna vel og innilega,“ sagði Arnar Pétursson hrærður að leik loknum en hann stýrði liðinu á lokakeppni HM og EM og fær nú annað tækifæri til þess að vera á hliðarlínunni á heimsmeistaramóti. „Við höfum gefið það út að við viljum komast á þann stað að vera reglulega á stórmótum og nú erum við að nálgast það markmið okkar. Það er gleðilegt að íslenskur kvennahandbolti sé að færast framar á alþjóðlegum vettvangi. Með því að spila á móti bestu þjóðum heims aukum við möguleikann á því að geta tekið annað skref í átt að því að færast nær sterkustu liðum heimsins sem við viljum bera okkur saman við og geta mætt á samkeppnisgrundvelli,“ sagði Arnar enn fremur. Leikurinn í gær litaðist tölvuert af því að fyrir utan Ásvelli létu mótmælendur sem veittu Palestínu stuðning í striði þeirra við Ísrael vel í sér heyra. Arnar segir leikmenn sína hafa þurft að þola margt í vikunni fyrir leikina tvo og kveðst stoltur af því hvernig þær höndluðu málin bæði innan vallar sem utan. „Leikmenn fengu yfir sig holskeflu af svívirðilegum ásökunum þar sem þær voru sakaðar um það að með því að spila þennan leik væru þær samþykkar þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við höfum verið skýr með það að við fordæmum þau stríðsátök sem eiga sér stað þar og mér þykir afar miður að leikmenn mínir séu sakaðir um slíkan viðbjóð og raun bar vitni,“ sagði Arnar um vikuna sem leið. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki tekið nógu föstum tökum á því sem á sér stað á Gaza-svæðinu og það þykir mér persónulega óboðlegt. Stjórnmálamenn, alþjóðasamtök, alþjóðleg íþróttasambönd og menningarheimurinn eiga að mínu mati að stíga fastar til jarðar þegar kemur að því að fordæma og bregðast við þessum hörmulegu morðum sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði hann og var augljóslega mikið niðri fyrir. Arnar Pétursson sáttur við sína leikmenn á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét „En að ætlast til þess að leikmenn mínir mæti ekki til leiks sem myndi verða til þess að Ísrael myndi sjálfkrafa fara á lokakeppni HM þar sem þær myndu þá halda áfram að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar þykir mér fyrir neðan allar hellur. Við leggjum okkar lóð á vogarskálina með því að fordæma þetta stríð opinberlega og mæta til leiks á íþróttavöll og leggja Ísrael að velli þar. Nú er þessari tilfinningaþrnngnu viku blessunarlega búin og við getum farið að einbeita okkur að því að búa liðið undir spennandi verkefni á lokakeppni HM þar sem liðið á svo sannarlega heima. “
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira