Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar 10. apríl 2025 11:31 Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Bensín og olía Jarðefnaeldsneyti Fjarðabyggð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan. Hún má hljóma saklaus, en hún opnar á nauðsynlegt samtal – og því fögnum við í Fjarðabyggð. Við teljum tímabært að ræða olíuleit á ný – af ábyrgð, með opnum hug og með hag samfélagsins í forgrunni. Það snýst ekki um að fara gegn stefnu um sjálfbæra þróun, heldur um að afla sér þekkingar og reynslu. Það er staðreynd að við vitum afar lítið um jarðfræði hafsbotnsins við Ísland og þá möguleika sem þar kunna að leynast. Með því að leyfa leit, rannsóknir og greiningar getum við dýpkað skilning okkar á náttúru landsins og stuðlað að vísindalegum og tæknilegum framförum. Við teljum að það eigi að leyfa áhugasömum og fjárhagslega burðugum aðilum að kanna möguleikana á Drekasvæðinu, í fullri sátt við umhverfi og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Slík leit krefst hvorki skuldbindinga um vinnslu né fjárútláta af hálfu ríkisins í dag – aðeins þess að Ísland sé tilbúið að læra. Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað unnu áður saman að undirbúningi fyrir olíuleit. Þá var lögð áhersla á öryggi, umhverfissjónarmið og staðbundna þátttöku. Sú vinna og sú nálgun gæti orðið fyrirmynd í áframhaldandi samtali – ef stjórnvöld vilja láta til sín taka á ný. Ef olía leynist við Ísland, þá mun það ekki aðeins hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar heldur einnig á byggðaþróun og uppbyggingu á svæðum sem oft á tíðum hafa þurft að bíða eftir hlutdeild í uppsveiflu. Ef við leitum ekki – þá vitum við ekki. Ef við spyrjum ekki – þá fáum við engin svör. Og ef við skoðum ekki möguleikana – þá höfum við afsalað okkur þeim fyrirfram. Það er ekki skynsamleg stefna fyrir neina þjóð – og allra síst þjóð sem býr yfir mögulegum auðlindum í einni rólegustu og vistvænustu útgáfu heims: hafinu. Höfundur er formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun