Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar 10. apríl 2025 10:01 Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun