Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 21:49 Bjarni Benediktsson hefur sagt skilið við stjórnmálin en hann sagði af sér þingmennsku í byrjun janúar og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV sem hefur undir höndum erindi sem matvælaráðuneytið sendi forsætisráðuneytinu. Fram kemur í beiðninni að Bjarni ætlaði að víkja sem matvælaráðherra en hann gegndi því embætti eftir að Vinstri græn sögðu sig úr starfsstjórn eftir að Bjarni sprengi ríkisstjórnina í október árið 2024. Bjarni hafi viljað víkja þar sem venslamaður hans ætti sérstaka og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Bjarni ætlaði einnig að leggja til við forseta Íslands að staðgengill myndi taka við málinu í stað hans. Kvöldið áður en beiðnin var rituð var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntur sem fulltrúi Bjarna í matvælaráðuneytinu. Hins vegar snerist Bjarna hugur einungis tveimur vikum síðar og segir í beiðninni að vanhæfisástæður hans væru fallnar niður. Ekki segir í gögnunum sem RÚV hefur undir höndum hverjar vanhæfisástæðurnar væru. Í viðtali í nóvember neitar Bjarni því að hann hafi vensl við fólk sem á hlut í Hval hf. „Það eru engir nákomnir ættingjar mínir sem hafa hagsmuni hér. Ég hins vegar hafði fyrir því að fara yfir það, vildi ganga úr skugga um það og það liggur fyrir að það er ekki. Þannig ég hef metið hæfi mitt og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að ég geti sinnt þessu verkefni,“ sagði Bjarni. Hann gaf þá út leyfi til hvalveiða þann 5. desember sem gildir í fimm ár en endurnýjast ár hvert. Hvalveiðileyfið var litað af njósnum um son Jón Gunnarssonar, Gunnar Bergmann. Í leynilegum upptökum af Gunnari heyrist hann segja að Jón hefði tekið sæti á lista í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu þingkosningar í skiptum fyrir að Jón kæmist í stöðu til að veita Hval hf veiðileyfi. Jón og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. eru kunningjar. Bjarni neitaði einnig í viðtali að eitthvað væri til í þessum samning á milli hans og Jóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira