Sniðganga var rædd innan HSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 08:00 Arnar Pétursson segir sniðgöngu á leiknum við Ísrael hafa komið til umræðu innan Handknattsleikssambandsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira