Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:02 Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun