Forsetahjónin á leið til Noregs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 17:41 Norsku konungshjónin og forsetahjón Íslands. Forseti Íslands Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira