Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2025 10:46 Trausti Breiðfjörð Magnússon (t.h.) líkir Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, (t.v.) við einræðisherra í aðsendri grein á Vísi. Vísir Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan Sósíalistaflokksins undanfarnar vikur. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingar flokksins, og Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins, hafa gagnrýnt ofríki Gunnars Smára en formaður framkvæmdastjórnarinnar hefur svarað allri gagnrýni af mikilli hörku. Nú fullyrðir Trausti að framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hafi rætt það af alvöru að henda fólki sem „ali á óeiningu“ úr flokknum. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Trausti að til þess gæti stjórnin virkjað Samvisku, nefnd sem á meðal annars að skera úr ágreiningsmálum sem koma upp innan flokksins. Samviska getur meðal annars veitt almennum félagsmönnum í Sósíalistaflokknum skriflegar áminningar eða vikið þeim úr flokknum, að því er segir á vefsíðu flokksins. Trausti skrifar að þrátt fyrir að Samviska hafi aldrei verið virk frá stofnun Sósíalistaflokksins hafi framkvæmdastjórnin ákveðið að slembivelja fólk til þess að sitja í nefndinni fyrir tveimur vikum. „Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir,“ skrifar fyrrverandi borgarfulltrúinn og vísar til sósíalistaþings sem er jafnframt vettvangur aðalfundar Sósíalistaflokksins sem halda á í maí. Vill nýja forystu en býður sig ekki fram sjálfur Gagnrýnir Trausti að fólki sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hálfu Gunnars Smára hafi verið vísað á að beina kvörtunum til Samviskunnar. Margir hafi viljað gera það en nefndin hafi hins vegar aldrei tekið við erindum frá því að flokkurinn var stofnaður. „En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi,“ skrifar Trausti. Hvetur Trausti félaga sína til þess að fjölmenna á sósíalistaþingið í maí. Vonast hann til þess að hægt verði að kjósa fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu flokksins til forystu. Hann ætli þó ekki að bjóða sig fram þar. Lýsir gagnrýnendum sem hræætum og takmarkar tjáningu félagsmanna Deilur sósíalista urðu opinberar þegar Karl Héðinn, formaður ungliðahreyfingar þeirra, sagði sig úr kosningastjórn til þess að mótmæla því sem hann kallað „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára. formanns framkvæmdastjórnar flokksins í síðasta mánuði. Í kjölfarið steig Trausti fram og sagðist hafa hrökklast úr embætti að hluta til vegna þess að forysta flokksins hefði ráðskast með hann. Gunnar Smári hefði þannig reynt að handstýra því sem hann og Sanna Magdalena Mörtudóttir, hinn borgarfulltrúi flokksins, gerðu. Hann hefði auk þess greitt tíunda hluta mánaðarlauna sinna sem borgarfulltrúi til félags á vegum flokksins án þess að fá nokkrar þakkir fyrir. Gunnar Smári hefur svarað öllum gagnrýnisröddum af hörku, meðal annars í sjónvarpsþætti sínum á Samstöðinni sem hann á. Hann hefur lýst Karli Héðni sem „loddara“ og sakað hann um undirróður. Vísaði hann til Karls Héðins og Trausta sem „gjammandi hýenuhvolpa“ og „ungherra“ sem væru viðkvæmir því þeir hefðu verið „særðir af einelti“ í uppeldi. Formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa fylkt sér að baki formanninum. Framkvæmdastjórn flokksins hefur meðal annars reynt að bæla niður gagnrýnisraddir með því að takmarka hversu oft félagsmenn geta tjáð sig á umræðuvettvangi flokksins á Facebook. Frá því um helgina geta félagsmenn aðeins sett inn eina færslu í hópinn á viku og aðeins skrifað eina athugasemd við færslur á klukkustund.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45