Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar 7. apríl 2025 10:31 Þegar ég var lítil ímyndaði ég mér oft hvernig það yrði ef einhver sem ég elskaði myndi deyja. Kannski á svipaðan hátt og ég spáði í því hvers vegna himininn er blár. Hvernig yrði að fara í jarðarförina þeirra, að sjá nafn þeirra á legsteini og upplifa að finna fyrir svo sárum söknuði. Aldrei í lífinu hefði ég getað ímyndað mér að fyrsta reynsla mín af jarðarför væri hjá æskuvinkonu minni. Þann 24. ágúst byrjaði ég daginn á að borða, bursta og spila eitt stykki fótboltaleik. Eftir leikinn brunaði ég með vinkonu minni upp í Kjós til að þjóna í brúðkaupi fram á nótt. Við vorum nú heldur betur súrar yfir því giggi því að þetta var náttúrulega Menningarnótt. Hversu mikil skita er það að vera í brúðkaupi úti í rassgati á Menningarnótt og missa af Rottweilerhundum LIVE?! Ég kom seint heim og vaknaði snemma daginn eftir til að fara í kaffiboð. Ég var sumarlega klædd, enda gullfallegur ágústmorgun með sólskini og tilheyrandi fuglasöng. Á meðan ég klæddi mig í skó sagði ég mömmu frá því sem ég hafði séð í fréttum, að 17 ára stúlka hafði verið stungin kvöldið áður. Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur. Lífið er núna. Hversu oft hefur maður heyrt það áður? Lífið er núna, jörðin er bara lítil stjarna í alheiminum þannig að gerðu það sem þú vilt, YOLO og fleira í þeim dúr. En hefurðu í alvörunni staldrað við og hugsað: “Já veistu, lífið er svo sannarlega núna”? Hefurðu lokað augunum og hlustað á fuglana syngja? Leyft sólargeislunum að leika við andlitið? Staldrað við og horft á snjókorn bráðna á húðinni þinni? Andað djúpt að þér og fundið fyrir súrefninu sogast inn í lungun? Horft á glóðina í kolum deyja út? Ég mæli eindregið með því. Því að þú veist aldrei nema að þetta geti allt breyst á örskotsstundu. Þetta litla símtal umturnaði lífi mínu. Vinkona mömmu var að hringja í hana til þess að segja henni að stúlkan sem varð fyrir stunguárásinni hafi verið æskuvinkona mín, Bryndís Klara. Hún sagði að Bryndís lægi núna uppi á spítala og líkurnar á því að hún lifði af væru agnarsmáar. Ég man hvað ég átti ótrúlega erfitt með að skilja þetta. Dagurinn hélt áfram í móðu. Ég fór í þetta blessaða kaffiboð eins og vofan af sjálfri mér, augljóslega með hugann við eitthvað allt annað. Skiljanlega. Hvað átti ég annað að vera að hugsa um á meðan Bryndís lá uppi á spítala og gat dáið á hverri stundu? Vikan fram að andláti hennar var helvíti. Að horfa á vinkonur sínar, foreldra og fjölskyldu Bryndísar, samnemendur og hreinlega alla þjóðina syrgja eitthvað sem ég skildi ekki fullkomlega. Þetta átti ekki að gerast. Þetta átti ekki að geta gerst. Bryndís var ósköp venjuleg stelpa. Við kynntumst í 1.bekk í grunnskóla og höfðum verið vinkonur síðan þá. Við fórum saman á fimleika- og fótboltaæfingar eftir skóla, skrópuðum í dægró, löbbuðum út í ísbúð, fórum í sumarbúðir saman, gistum og lékum í Barbí. Við ólumst upp saman. Bryndís var skemmtileg, dugleg, klár, metnaðarfull og traust vinkona, svo góð að það hálfa hefði verið nóg með hjartað á alveg hárréttum stað. Hún elskaði að hlusta á One Direction, Ariana Grande og Bruno Mars og bleikur var uppáhaldsliturinn hennar. Framtíðin var svo sannarlega björt fyrir elsku Bryndísi. Eftir andlát Bryndísar varð rosaleg vitundarvakning í samfélaginu. Allir voru sammála því að þessi atburður væri hræðilegur. Hrottaleg árás barns á annað barn. Bleikir dagar í menntaskólum, minningarstund, frétta- og samfélagsmiðlar morandi í nafninu hennar, vídjó á TikTok með myllumerkinu lengi lifi Bryndís, sjónvörpuð jarðarför og Facebook póstar frá fólki sem þekkti hana eða ekki að kalla eftir aðgerðum. Við vinkonurnar í miðri hringiðunni að syrgja vinkonu okkar sem var myrt. Já, þetta voru erfiðar vikur en samt þótti mér vænt um athyglina sem hún fékk. Því að eins og pabbi hennar sagði þá verður þessi martröð, þessi missir okkar og líf Bryndísar að leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag. Þessi fórn hennar skal, og verður að bjarga mannslífum. Það sem enginn undirbjó mig samt fyrir voru vikurnar eftir þessar vikur. Að mæta heila viku í skólann þar sem það eina sem fólk hafði áhyggjur af var einkunnin úr stærðfræðiprófinu. Fréttirnar sem fjölluðu um upplausn ríkisstjórnarinnar. Taka rútu til Akureyrar til þess að spila fótboltaleik. Fara til Barcelona í vetrarfríinu. Að sjá jólaköttinn settann upp á Lækartorgi. Það var náttúrulega gjörsamlega óskiljanlegt að heimurinn stöðvaðist ekki. Að jörðin héldi áfram að snúast. Mér fannst erfitt að sjá fólk pirra sig eða gleðjast yfir litlum ómerkilegum hlutum eins og eyðu í tíma eða strætóseinkunum. Hvert einasta fagnaðarefni var litað af því að Bryndís myndi aldrei geta upplifa það. Missinum fylgdi einnig mikið samviskubit. Samviskubit yfir að gleðjast þegar maður átti að vera að syrgja. Samviskubit yfir að hafa ekki hitt hana oftar. Samviskubit yfir að syrgja þegar ég vissi að missir foreldra hennar var svo miklu meiri. En tíminn líður og ég er að læra að lifa með sorginni og þróa með mér nýtt hugarfar. Ég er alls ekki að segja að sorgin hafi minnkað en ég er að læra að leyfa mér að sakna og syrgja það sem hefði getað verið. Því það að sakna einhvers er merki um ástina sem þú barst til þeirra og minningarnar sem þið áttuð saman. Ég sakna Bryndísar hvern einasta dag. Ég vildi að ég gæti knúsað hana, talað við hana og heyrt hana hlæja bara einu sinni enn. En það segir mér líka hversu gott það var að knúsa og tala við hana. Hversu gott það var að fá að vera vinkona hennar og hversu mikið ljós og kærleik hún gaf af sér. Ljósið hennar veitir mér núna innblástur. Ég ætla að vera ljósið í lífi annarra eins og hún var ljós í lífi mínu. Og ég hvet þig, kæri lesandi, til að gera hið sama. Lifðu í núinu. Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur. Knúsaði fólkið þitt extra fast. Hringdu í ömmu og afa. Elskaðu náungann. Vertu ljósið í lífi einhvers. Verum riddarar kærleikans. Fyrir Bryndísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil ímyndaði ég mér oft hvernig það yrði ef einhver sem ég elskaði myndi deyja. Kannski á svipaðan hátt og ég spáði í því hvers vegna himininn er blár. Hvernig yrði að fara í jarðarförina þeirra, að sjá nafn þeirra á legsteini og upplifa að finna fyrir svo sárum söknuði. Aldrei í lífinu hefði ég getað ímyndað mér að fyrsta reynsla mín af jarðarför væri hjá æskuvinkonu minni. Þann 24. ágúst byrjaði ég daginn á að borða, bursta og spila eitt stykki fótboltaleik. Eftir leikinn brunaði ég með vinkonu minni upp í Kjós til að þjóna í brúðkaupi fram á nótt. Við vorum nú heldur betur súrar yfir því giggi því að þetta var náttúrulega Menningarnótt. Hversu mikil skita er það að vera í brúðkaupi úti í rassgati á Menningarnótt og missa af Rottweilerhundum LIVE?! Ég kom seint heim og vaknaði snemma daginn eftir til að fara í kaffiboð. Ég var sumarlega klædd, enda gullfallegur ágústmorgun með sólskini og tilheyrandi fuglasöng. Á meðan ég klæddi mig í skó sagði ég mömmu frá því sem ég hafði séð í fréttum, að 17 ára stúlka hafði verið stungin kvöldið áður. Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur. Lífið er núna. Hversu oft hefur maður heyrt það áður? Lífið er núna, jörðin er bara lítil stjarna í alheiminum þannig að gerðu það sem þú vilt, YOLO og fleira í þeim dúr. En hefurðu í alvörunni staldrað við og hugsað: “Já veistu, lífið er svo sannarlega núna”? Hefurðu lokað augunum og hlustað á fuglana syngja? Leyft sólargeislunum að leika við andlitið? Staldrað við og horft á snjókorn bráðna á húðinni þinni? Andað djúpt að þér og fundið fyrir súrefninu sogast inn í lungun? Horft á glóðina í kolum deyja út? Ég mæli eindregið með því. Því að þú veist aldrei nema að þetta geti allt breyst á örskotsstundu. Þetta litla símtal umturnaði lífi mínu. Vinkona mömmu var að hringja í hana til þess að segja henni að stúlkan sem varð fyrir stunguárásinni hafi verið æskuvinkona mín, Bryndís Klara. Hún sagði að Bryndís lægi núna uppi á spítala og líkurnar á því að hún lifði af væru agnarsmáar. Ég man hvað ég átti ótrúlega erfitt með að skilja þetta. Dagurinn hélt áfram í móðu. Ég fór í þetta blessaða kaffiboð eins og vofan af sjálfri mér, augljóslega með hugann við eitthvað allt annað. Skiljanlega. Hvað átti ég annað að vera að hugsa um á meðan Bryndís lá uppi á spítala og gat dáið á hverri stundu? Vikan fram að andláti hennar var helvíti. Að horfa á vinkonur sínar, foreldra og fjölskyldu Bryndísar, samnemendur og hreinlega alla þjóðina syrgja eitthvað sem ég skildi ekki fullkomlega. Þetta átti ekki að gerast. Þetta átti ekki að geta gerst. Bryndís var ósköp venjuleg stelpa. Við kynntumst í 1.bekk í grunnskóla og höfðum verið vinkonur síðan þá. Við fórum saman á fimleika- og fótboltaæfingar eftir skóla, skrópuðum í dægró, löbbuðum út í ísbúð, fórum í sumarbúðir saman, gistum og lékum í Barbí. Við ólumst upp saman. Bryndís var skemmtileg, dugleg, klár, metnaðarfull og traust vinkona, svo góð að það hálfa hefði verið nóg með hjartað á alveg hárréttum stað. Hún elskaði að hlusta á One Direction, Ariana Grande og Bruno Mars og bleikur var uppáhaldsliturinn hennar. Framtíðin var svo sannarlega björt fyrir elsku Bryndísi. Eftir andlát Bryndísar varð rosaleg vitundarvakning í samfélaginu. Allir voru sammála því að þessi atburður væri hræðilegur. Hrottaleg árás barns á annað barn. Bleikir dagar í menntaskólum, minningarstund, frétta- og samfélagsmiðlar morandi í nafninu hennar, vídjó á TikTok með myllumerkinu lengi lifi Bryndís, sjónvörpuð jarðarför og Facebook póstar frá fólki sem þekkti hana eða ekki að kalla eftir aðgerðum. Við vinkonurnar í miðri hringiðunni að syrgja vinkonu okkar sem var myrt. Já, þetta voru erfiðar vikur en samt þótti mér vænt um athyglina sem hún fékk. Því að eins og pabbi hennar sagði þá verður þessi martröð, þessi missir okkar og líf Bryndísar að leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag. Þessi fórn hennar skal, og verður að bjarga mannslífum. Það sem enginn undirbjó mig samt fyrir voru vikurnar eftir þessar vikur. Að mæta heila viku í skólann þar sem það eina sem fólk hafði áhyggjur af var einkunnin úr stærðfræðiprófinu. Fréttirnar sem fjölluðu um upplausn ríkisstjórnarinnar. Taka rútu til Akureyrar til þess að spila fótboltaleik. Fara til Barcelona í vetrarfríinu. Að sjá jólaköttinn settann upp á Lækartorgi. Það var náttúrulega gjörsamlega óskiljanlegt að heimurinn stöðvaðist ekki. Að jörðin héldi áfram að snúast. Mér fannst erfitt að sjá fólk pirra sig eða gleðjast yfir litlum ómerkilegum hlutum eins og eyðu í tíma eða strætóseinkunum. Hvert einasta fagnaðarefni var litað af því að Bryndís myndi aldrei geta upplifa það. Missinum fylgdi einnig mikið samviskubit. Samviskubit yfir að gleðjast þegar maður átti að vera að syrgja. Samviskubit yfir að hafa ekki hitt hana oftar. Samviskubit yfir að syrgja þegar ég vissi að missir foreldra hennar var svo miklu meiri. En tíminn líður og ég er að læra að lifa með sorginni og þróa með mér nýtt hugarfar. Ég er alls ekki að segja að sorgin hafi minnkað en ég er að læra að leyfa mér að sakna og syrgja það sem hefði getað verið. Því það að sakna einhvers er merki um ástina sem þú barst til þeirra og minningarnar sem þið áttuð saman. Ég sakna Bryndísar hvern einasta dag. Ég vildi að ég gæti knúsað hana, talað við hana og heyrt hana hlæja bara einu sinni enn. En það segir mér líka hversu gott það var að knúsa og tala við hana. Hversu gott það var að fá að vera vinkona hennar og hversu mikið ljós og kærleik hún gaf af sér. Ljósið hennar veitir mér núna innblástur. Ég ætla að vera ljósið í lífi annarra eins og hún var ljós í lífi mínu. Og ég hvet þig, kæri lesandi, til að gera hið sama. Lifðu í núinu. Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur. Knúsaði fólkið þitt extra fast. Hringdu í ömmu og afa. Elskaðu náungann. Vertu ljósið í lífi einhvers. Verum riddarar kærleikans. Fyrir Bryndísi.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun