Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Barnavernd Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun