„Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2025 19:21 Sveindís sótti af krafti og fékk fín færi, en líkt og öðrum leikmönnum íslenska liðsins tókst henni ekki að skora. vísir / anton brink „Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. „Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
„Ég veit ekki hvort við séum bara ekki vanar að vera í þessari stöðu [fá svona mörg færi]. Ég veit það ekki, en þetta var óheppni líka. Við komumst í góð færi allavega og það er jákvætt, en við verðum að koma honum yfir línuna í næsta leik“ sagði Sveindís einnig, sjáanlega svekkt með niðurstöðu leiksins. Færasköpun hefur oft verið vandamál hjá íslenska liðinu, en var það alls ekki í dag. Sveindís segir liðið þó ekki hafa breytt neinu í sinni spilamennsku. „Nei, ekkert þannig séð. Við erum kannski bara vanari að spila í þessum vindi og á gervigrasi, það virkaði fínt fyrir okkur en við verðum að vera grimmari fyrir framan markið og koma honum yfir línuna.“ Norska landsliðið saknaði slatta af góðum leikmönnum og var án tveggja stærstu stjarnanna, Caroline Graham Hansen og Ada Hegerberg. Í ljósi þess er svekkelsið enn meira hjá Íslandi, að hafa ekki náð í þrjú stig úr þessum leik. „Jú og sérstaklega á heimavelli. Við vorum betri, komum okkur í betri færi en þær. Við verðum að fara að refsa úr góðu stöðunum sem við komumst í, en eins og ég segi, gerum bara betur í næsta leik.“ Sveindís var örlítið þreytt og haltraði inn í viðtalið, en sagðist vera í góðu lagi og klár í næsta leik gegn Sviss á mánudaginn. Ísland gerði einnig markalaust jafntefli við Sviss þegar liðin mættust í febrúar. „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora. Við munum fara yfir leikinn og sjá hvað við getum gert betur. Það eru fullt af möguleikum á móti Sviss, við skoðum síðasta leik á móti þeim og gerum betur. Setjum boltann yfir línuna“ sagði Sveindís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira