„Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 20:32 Heiða Björg segir tillögurnar almennings vel geta nýst þótt aðeins fjórðungur sé eftir af kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað megi betur fara í rekstri borgarinnar. Allt verður tekið til greina, og borgarstjóri segir stuttan tíma ekki vera vandamál. Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Reykjavíkurborg hóf í upphafi mánaðar að safna tillögum um hvernig mætti nýta tíma starfsfólks og fjármuni borgarinnar betur. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Á þremur dögum hafa áttatíu tillögur borist, flestar nafnlausar. Í þeim opnu kennir þó ýmissa grasa. Sýnishorn af þeim má sjá í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. Meðal þess sem lagt er til er að borgin hætti alfarið fjárstuðningi við Golfklúbb Reykjavíkur, byggð verði þétt á vellinum, og að þessum golfvelli hér verði fundinn nýr staður, til dæmis á Hólmsheiði. Einhverjar tillögur snúa að því að áform um Borgarlínu verði sköluð niður, eða þeim slaufað alfarið. Fólk geti einfaldlega notað einkabílinn áfram, nú eða strætó. Enn aðrir nefna hraðahindranir, og segja þær til óþurftar. Mun hagkvæmara væri að setja upp hraðamyndavélar, sem lækki umferðarhraða, og sæki tekjur í borgarsjóð. Og svo eru enn aðrir sem benda á að borgarfulltrúar séu of margir, og þeim beri að fækka. Þar að auki, eigi að lækka laun borgarstjóra. En hvernig ætlar borgarstjórn að vinna úr þessum tillögum? Hópur greinir tillögurnar fyrir borgarstjórn „Það er fólk sem sorterar þær fyrir okkur, og síðan er hópur sem greinir þær frekar og vinnur úr þeim tillögur sem við munum nýta til framfara í borginni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Ljóst er að skoðanir fólks eru margar og mismunandi. „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina. Síðan verða auðvitað einhverjar valdar út sem eru til þess fallnar að auka árangur, hagræða eða gera borgina betri.“ Ár er langur tími í pólitík Frestur til að skila inn tillögum rennur út 30. apríl, en þá er rétt rúmlega ár eftir af kjörtímabilinu. Einhverjir kynnu að spyrja sig hvort nægur tími sé til stefnu til þess að gera eitthvað við tillögurnar. „Ár er einn fjórði af kjörtímabili og er mikilvægur. Allt kjörtímabilið nýtist og við munum nýta þennan tíma vel til þess að bæði nýta þessar tillögur fyrir áætlanagerð fyrir næsta ár, af því að fjárhagsætlunarvinnan er byrjuð, en líka ef við sjáum eitthvað sem við getum breytt nú þegar, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ Það sé fagnaðarefni að fólk vilji taka þátt. „Þetta er svona lýðræðisferli. Við erum auðvitað að reyna að bæta og auka aðkomu íbúanna að því að taka ákvarðanir með okkur um hvað við eigum að gera,“ segir borgarstjóri.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira