Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 20:04 Haraldur Þór Jónsson, oddviti ætlar ekki að hætta, sem formaður Veiðifélags Þjórsár en hér er hann staddur við Ölfusá á Selfossi með Selfosskirkju rétt hjá sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps sér ekkert athugavert við það að hann sitji nú beggja megin borðsins, sé oddviti og nú nýkjörin formaður Veiðifélags Þjórsár. Prestur sveitarinnar, sem á sæti í sveitarstjórn hefur farið fram á að oddvitinn segi nú þegar af sér, sem formaður veiðifélagsins Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps í vikunni upplýsti Haraldur Þór Jónsson, oddviti sveitarfélagsins að hann hafi verið kosinn nýr formaður Veiðifélags Þjórsár á aðalfundi nýlega. Þessar upplýsingar fóru illa í séra Axel Á. Njarðvík, sem situr í minni hluta sveitarstjórnar og lagði hann fram ítarlega bókun þar sem skorað er á Harald Þór að segja strax af sér, sem formaður veiðifélagsins því að hann geti "ekki bæði unnið með þeim einbeitta og fyrirliggjandi vilja að virkja Þjórsá við Hvamm, Holt og Urriðafoss og á sama tíma staðið vörð um lífríki laxastofnins í Þjórsá en veiðifélag Þjórsár sem hann er nú formaður í, hefur bent á það ítrekað að virkjunarframkvæmdir á téðum svæðum geti haft óafturkræf áhrif á gönguleiðir laxfiska og vistkerfi árinnar og þar með alla tilveru laxastofnsins", eins og segir orðrétt í bókun séra Axels. En ætlar Haraldur Þór að segja af sér, sem formaður Veiðifélags Þjórsár eða hvað? "Nei, það geri ég svo sannarlega ekki ráð fyrir. Ég tel að það sé mikilvægt að nýta krafta mína til þess að vinna ötullega fyrir veiðifélagið og félaga í veiðifélaginu". En fer það saman að vera oddviti og formaður veiðifélags? "Já, ég tel að það fari bara mjög vel saman", segir Haraldur Þór. Haraldur Þór segir að Landsvirkjun hafi komið með stórar mótvægisaðgerðir þegar virkjun í Þjórsár og veiði er annars vegar með byggingu Hvammsvirkjunar. En er þá Landsvirkjun komin í fiskeldi eða hvað ? "Nei, Landsvirkjun er svo sannarlega ekki komin í fiskeldi en hún hefur aftur á móti kostað gríðarlegum fjármunum í það að bæta lífríki hvort sem það er í Þjórsá eða annars staðar. Þeir hafa kostað til laxastiga og margt fleira," segir Haraldur Þór. Og hann spyr sig þessarar spurningar. "Á veiðifélagið að berjast á móti eða er kannski komin tími á að slíðra sverðin og vinna saman að ná bestum árangri fyrir lífríkið í Þjórsánni?" Axel Á. Njarðvíkur, prestur og fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar var með bókun á fundinum 2. apríl þar sem hann fer fram á að oddvitinn segi sig strax frá embætti formanns Veiðifélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 120 manns eru félagar í Veiðifélagi Þjórsár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerðin frá 2. apríl 2025 með bókun Axels
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Lax Sveitarstjórnarmál Stangveiði Félagasamtök Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira