Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar 4. apríl 2025 09:03 Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vegagerð Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun