Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar 4. apríl 2025 09:03 Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Vegagerð Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur verið rætt um gerð Sundabrautar. Metnaðarfullir verkfræðingar hafa teiknað fjölda tölvumynda af mögulegum vegstæðum og útfærslum sem spanna allt frá risavöxnum hengibrúm til djúpra jarðganga. Margt bendir þó til að skriður sé að komast á málin og að hin margboðaða framkvæmd verði að veruleika í tiltölulega náinni framtíð. Það gefur tilefni til að huga að ýmsu því sem gera þarf áður en unnt er að hleypa vöskum jarðvegsverktökum að með vinnuvélar sínar. Þar eru fornleifarannsóknir ofarlega á blaði. Ljóst er að hver svo sem endanleg útfærsla Sundabrautar kann að verða, mun hún bæði fara um og liggja nærri svæðum sem ýmist hafa að geyma minjar um gamla búsetu eða kynnu að búa yfir þeim í jörðu. Þar er um að ræða tóftir í landi bæði Gufuness og Eiðis, sem hvort tveggja voru gamlar bújarðir á svæðinu. Sömu sögu er að segja um bæjarstæði Glóru, fyrrum smábýlis á Álfsnesi, sem fara mun undir brautarlagninguna. Margt af þessum minjum er þekkt í dag en kallar á nákvæmari kortlagningu og skráningu. Sögufræg höfn Fyrir söguáhugafólk hlýtur þó Þerneyjarsund og svæðið umhverfis það að vekja mestan áhuga. Vitað er að ein mikilvægasta miðaldahöfn Íslendinga var við Þerneyjarsund. Þar var útflutningshöfn fyrir skreið á tímabilinu 1300-1500, áður en verslun færðist vestur á bóginn, í Örfirisey. Þerneyjarhöfn hefur líka legið vel við upp á flutninga austur til biskupsstólsins í Skálholti eða til Þingvalla. Fyrir þau sem gaman hafa að sögu í þáskildagatíð má velta því fyrir sér hvort Íslandssagan hefði getað þróast með öðrum hætti ef hagsmunaaðilar hefðu leyft þorpi og síðar bæ að byggjast upp umhverfis verslunarstaðinn á síðmiðöldum? Væri það þá höfuðborg Íslands í dag? Það er engin leið að segja til um hvaða heimildir um sögu þjóðarinnar kunna að leynast í jörðu við Þerneyjarsund nema ráðist sé í nákvæma rannsókn. Sjálf Þerney má sömuleiðis heita órannsökuð af sérfræðingum og er rík ástæða til að ætla að þar sé að finna talsvert af forvitnilegum minjum. Raunar er leitun að jafnspennandi svæði sem lítið hefur verið rannsakað í næsta nágrenni borgarinnar. Fornleifarannsóknir eru tímafrekar og þær eiga það líka til að vinda upp á sig þegar minjar finnast á nýjum og óvæntum stöðum. Það er því slæmt að lenda í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka í kappi við tímann undir urrandi kjöftum vinnuvéla sem bíða eftir því að geta tekið til óspilltra málanna. Það væri því risastórt skref – bæði í átt að byggingu Sundabrautar og til að afla aukinnar þekkingar um íslenska miðaldasögu – ef ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tækju nú þegar höndum saman og réðust í metnaðarfullt rannsóknarverkefni á slóðum hinnar fornu hafnar. Höfundur er sagnfræðingur og fulltrúi Vinstri grænna í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun