Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2025 07:02 Sara Sigmundsdóttir náði bestum árangri Íslendinga í The Open í ár en hún endaði í fimmtánda sæti á heimsvísu. @sarasigmunds Öflugasta CrossFit fólk Íslands í dag á enn möguleika á því að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit en það varð endanlega ljóst eftir að CrossFit samtökin staðfestu úrslitin í opna hlutanum. Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu. CrossFit Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla. Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar. Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu. Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna. Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var að taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu. Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu. Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu. Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu. Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu. Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu.
CrossFit Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti