Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2025 12:56 Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024. Þetta segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf frá 22. mars síðastliðinn þar sem samstæðureikningur félagsins var lagður fram og samþykktur. Þar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 hafi rekstrartekjur samstæðunnar numið 9,1 milljarði króna. Tekjurnar jukust um 423 milljónum króna á milli ára eða 4,8 prósent en að teknu tilliti til verðlagsþróunar þá hafi tekjur lækkað um eitt prósent að raunvirði milli ára. Rekstrargjöld námu tæpum 9,0 milljörðum og jukust um 730 milljónum króna milli ára eða 8,9 prósent. „Laun- og launatengd gjöld námu 3.881 m.kr. og jukust um 195 m.kr. milli ára eða 5,3%. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar lækkuðu launaútgjöldin milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 275 en frá miðju ári hefur stöðugildum verið fækkað sem hluta af hagræðingaraðgerðum félagsins. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 m.kr. og jókst um 503 milljónir króna milli ára eða 12,3% en riflega 6% að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Aukning milli ára skýrist fyrst og fremst af gjaldfærslum vegna stórra íþróttaviðburða á árinu og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri.Vísir/Arnar Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 365 m.kr. og lækkuðu um 113 m.kr. milli ára sem skýrist að stærstu leyti af lækkun verðbólgu milli ára og gengishagnaði á árinu. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam tap af rekstri RÚV samtals 188 m.kr. á árinu 2024 og versnaði afkoman um 194 milljónir króna milli ára. Í árslok námu heildareignir 9.306 m.kr. og lækkuðu eignir félagsins um 170 m.kr. milli ára. Handbært fé stóð í stað milli ára i 12 m.kr. en skuldir við lánastofnanir námu einnig 12 m.kr. og lækkuðu um 141 m.kr. milli ára. Eigið fé í árslok nam 1.622 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 17,4% í árslok,“ segir í fundargerðinni. Markmið um hallalausan rekstur náðist ekki Fram kemur að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Mikilvægt sé að tryggja að reksturinn sé sjálfbær til langs tíma litið. „Í því felst að skuldsetning félagsins sé viðráðanleg og lausafjárstaðan með þeim hætti að félagið geti mætti óvæntum áföllum í rekstri. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Á árinu 2024 náðist ekki markmið um hallalausan rekstur og nam tap á rekstri félagsins 188 m.kr. Taprekstur félagsins má að hluta rekja til þess að tekjur félagsins lækkuðu að raunvirði á milli ára en einnig til hárra gjaldfærsina vegna íþróttaviðburða og kostnaðar vegna kosninga og eldsumbrota. A árinu var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta afkomu og sjóðstöðu innan ársins. Aðgerðirnar skiluðu meðal annars því að skuldir við lánastofnanir, að teknu tilliti til handbærs fjár, voru komnar i jafnvægi um áramót og nam viðsnúningurinn innan ársins 141 milljón króna. Þá var aðgerðunum enn fremur ætlað að stuðla að hallalausum rekstri á árinu 2025 og að sjóðstaða félagsins verði jákvæð í árslok 2025,“ segir í fundargerðinni. Ríkisútvarpið Uppgjör og ársreikningar Fjölmiðlar Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Þetta segir í fundargerð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf frá 22. mars síðastliðinn þar sem samstæðureikningur félagsins var lagður fram og samþykktur. Þar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu ársins 2024 hafi rekstrartekjur samstæðunnar numið 9,1 milljarði króna. Tekjurnar jukust um 423 milljónum króna á milli ára eða 4,8 prósent en að teknu tilliti til verðlagsþróunar þá hafi tekjur lækkað um eitt prósent að raunvirði milli ára. Rekstrargjöld námu tæpum 9,0 milljörðum og jukust um 730 milljónum króna milli ára eða 8,9 prósent. „Laun- og launatengd gjöld námu 3.881 m.kr. og jukust um 195 m.kr. milli ára eða 5,3%. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar lækkuðu launaútgjöldin milli ára. Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var 275 en frá miðju ári hefur stöðugildum verið fækkað sem hluta af hagræðingaraðgerðum félagsins. Annar rekstrarkostnaður, að frátöldum afskriftum, nam 4.582 m.kr. og jókst um 503 milljónir króna milli ára eða 12,3% en riflega 6% að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Aukning milli ára skýrist fyrst og fremst af gjaldfærslum vegna stórra íþróttaviðburða á árinu og kostnaðar í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga og tvennra kosninga. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri.Vísir/Arnar Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 365 m.kr. og lækkuðu um 113 m.kr. milli ára sem skýrist að stærstu leyti af lækkun verðbólgu milli ára og gengishagnaði á árinu. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam tap af rekstri RÚV samtals 188 m.kr. á árinu 2024 og versnaði afkoman um 194 milljónir króna milli ára. Í árslok námu heildareignir 9.306 m.kr. og lækkuðu eignir félagsins um 170 m.kr. milli ára. Handbært fé stóð í stað milli ára i 12 m.kr. en skuldir við lánastofnanir námu einnig 12 m.kr. og lækkuðu um 141 m.kr. milli ára. Eigið fé í árslok nam 1.622 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 17,4% í árslok,“ segir í fundargerðinni. Markmið um hallalausan rekstur náðist ekki Fram kemur að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt yfirvegaður og hallalaus. Mikilvægt sé að tryggja að reksturinn sé sjálfbær til langs tíma litið. „Í því felst að skuldsetning félagsins sé viðráðanleg og lausafjárstaðan með þeim hætti að félagið geti mætti óvæntum áföllum í rekstri. Skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem hafa leitt til lækkunar skulda telur stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Á árinu 2024 náðist ekki markmið um hallalausan rekstur og nam tap á rekstri félagsins 188 m.kr. Taprekstur félagsins má að hluta rekja til þess að tekjur félagsins lækkuðu að raunvirði á milli ára en einnig til hárra gjaldfærsina vegna íþróttaviðburða og kostnaðar vegna kosninga og eldsumbrota. A árinu var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta afkomu og sjóðstöðu innan ársins. Aðgerðirnar skiluðu meðal annars því að skuldir við lánastofnanir, að teknu tilliti til handbærs fjár, voru komnar i jafnvægi um áramót og nam viðsnúningurinn innan ársins 141 milljón króna. Þá var aðgerðunum enn fremur ætlað að stuðla að hallalausum rekstri á árinu 2025 og að sjóðstaða félagsins verði jákvæð í árslok 2025,“ segir í fundargerðinni.
Ríkisútvarpið Uppgjör og ársreikningar Fjölmiðlar Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira