„Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 15:36 Er það rautt flagg að finnast kynlífið búið þegar annar aðilinn er búinn að fá það? Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is. Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira