„Gerðum gott úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2025 19:26 Halldór á hliðarlínunni í leik dagsins, hann átti eftir að blotna töluvert meira eftir því sem leið á. vísir / hulda margrét Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur. „Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira