Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 20:07 Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með” og Rakel Magnúsdóttir,mótsstjóri Íslandsleikanna 2025, sem eru allt í öllu á Selfossi um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Selfossi um helgina því þar fara fram Íslandsleikarnir 2025 þar sem keppt er í hjólastólarallý og fjölbreyttum íþróttagreinum. Leikarnir eru fyrir þá, sem að hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi eða eru með stuðningsþarfir. „Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira
„Það er flott að fá ykkur hingað til okkar og ég óska ykkur alls hins besta í ykkar starfi. Ég segi velkomin á Selfoss og ég segi Íslandsleika númer tvö setta,“ sagði Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem þátttakendur reyndu sig í ýmsum þrautum og leikjum. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem setti Íslandsleikana formlega í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru leikar fyrir börn eða alla, sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þetta er í annað sinn, sem leikarnir eru haldnir, við fórum fyrst í fyrra á Akureyri,“ segir Valdimar Guðmundsson, verkefnisstjóri „Allir með”. „Krakkar eru kannski að koma og prófa eitthvað, sem þau hafa aldrei prófað fyrr af því að við vorum ekki með svona mikið í fyrra. Nú erum við með fimm íþróttagreinar. Við erum að reyna að fá íþróttafélögin til að bjóða upp á æfingar fyrir fötluð börn eins og ófötluð börn,“ segir Rakel Magnúsdóttir, mótsstjóri Íslandsleikanna 2025. Svo er ýmis skemmtun og fjör eða hvað? „Fullt af fjöri, það er aðal ástæðan fyrir því að við ætlum að vera hérna um helgina, það er út af skemmtiatriðunum og skemmtuninni,“ bætir Rakel við hlæjandi. Í hverju ætlar þú að keppa? „Fótbolta, ég er svo góð í fótbolta“, segir Eiríka Eik Sigurðardóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Eiríka Eik Sigurðardóttir, sem keppir í fótbolta um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er mjög spennt fyrir þessu móti. Það eru krakkar hérna á öllum aldri og við erum að prófa allskonar leiki og það er bara mjög gaman,“ segir Embla Dögg Hannesdóttir, keppandi á Íslandsleikunum. Embla Dögg Hannesdóttir mun keppa í nokkrum greinum um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá foreldrum með Íslandsleikana en Ingibjörg er með strákana sínum á leikunum eða þá Böðvar Manuel og Viktor Rúnar. „Það er bara æðislegt að fá að koma víða og vera með leika fyrir krakkana. Ég held að svona leikar hafi mikla þýðingu. Yngri strákurinn minn hefur engan sérstakan áhuga á körfu en honum finnst rosalega gaman að vera með vinunum að taka þátt í leikum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Böðvarsdóttir er foreldri tveggja stráka á leikunumMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira