Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2025 19:19 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað þegar þingkosningarnar þar í landi fóru fram. Aðsend/Inga Dóra Íslendingur í Nuuk segir mikla spennu vera að byggjast upp á Grænlandi vegna ásælni Bandaríkjastjórnar og heimsóknar varaforsetans. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í dag. Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra. Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í gær, sama dag og ný landsstjórn var kynnt á Grænlandi, heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, herstöð í Pituffik á norðvestanverðu landinu. Þar sagði hann Dani ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. Í þágu heimsfriðar þyrftu Bandaríkin að eignast Grænland. Orð varaforsetans hafa vakið mikla athygli og sagði forsætisráðherra Danmerkur þau ósanngjörn. Utanríkisráðherra landsins birti svo myndbandsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að hingað til hafi ríkt sátt með að friður ríkti á norðurskautinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði,“ sagði Rasmussen. Danir mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag. Mótmælendur sögðu Grænland ekki til sölu og að Bandaríkin ættu að hætta að girnast eyjuna. Hálfíslenskur fyrrverandi stjórnmmálamaður á Grænlandi segir þetta skrítna tíma fyrir Grænlendinga. „Núna er umheimurinn búinn að breytast það mikið og við erum komin inn í þetta ferli þar sem þjóðin hefur verið undir miklu álagi í þrjá mánuði og er að reyna að skilja hvað er í gangi. Ríkisstjórn kemur svo saman í gær og þá kom aðeins ró yfir fólk. Endanlega þessi skýru skilaboð, fjórir flokkar, samstarf flokkanna gefur þessa ró en svo byrjar ný spennuuppbygging. Það er of snemmt að segja hvernig þjóðinni líður. Hún er búin að fá smá pásu en við sjáum hvað gerist núna næstu daga,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen. Hún segir þögn annarra ríkja um ágengni Bandaríkjanna koma á óvart. „Það heyrist ekki múkk í neinum ríkjum. Ég skil það mjög vel en manni finnst maður vera svolítið aleinn í heiminum,“ segir Inga Dóra.
Grænland Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. 11. mars 2025 13:02
Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34
Inga Dóra hættir í grænlenskum stjórnmálum Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, formaður Siumut-flokksins í Nuuk, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum að sinni eftir þrjú ár í embættinu. 12. ágúst 2023 18:02