Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 12:41 Halldór Smári Sigurðsson kveður Víking eftir að hafa unnið sex stóra titla með liðinu og upplifað magnað Evrópuævintýri. Eitthvað sem var ekki alveg í spilunum þegar hann var að hefja sinn meistaraflokksferil. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira