Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. mars 2025 21:01 Daníel O. Einarsson, formaður B.Í.L.S., og Ásdís Ásgeirsdóttir, leigubifreiðastjóri. Vísir/Sigurjón Formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra segir nýja gæðavottun ekki stuðla að mismunun og vonast til að vottunin muni koma til með að auka traust farþega til leigubílstjóra. Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“ Leigubílar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra eða B.Í.L.S. hefur gefið út nýja gæðavottun sem gildir félagsmenn bandalagsins geta sótt um. Þegar fréttastofu bar að garði í húsakynni BÍLS var verið að afhenda bílstjóra nýja vottun. „Við erum að votta það að leigubifreiðastjóri hafi leiguakstur að aðalatvinnu og hafi öryggi almennings að leiðarljósi. Eftir að íslensk stjórnvöld leyfðu hér erlendum aðilum að fara í samkeppni við íslenska einyrkja, án kröfu um íslensku kunnáttu. Þá höfum við farið þá leið að girða okkar garð með merki.“ Mikilvægt að fá þjónustu á íslensku Eitt af skilyrðum þess að fá vottunina er að leigubifreiðastjórinn tali og skilji íslensku að því marki að geta átt vandræðalaus samskipti í leiguakstri. Formaður B.Í.L.S. segir ekki um mismunun að ræða og að þjónusta á íslensku sé mikilvæg fyrir ýmsa. „Við viljum ekki mismuna öðrum heldur er kjarni málsins að þetta er hvati til þess að halda uppi íslensku notkun og aðstoða farþega. Íslensku kunnátta er mjög mikilvæg í samskiptum við farþega. Líka að geta áttað sig á umhverfinu, rötun og ef eitthvað kemur upp á. Því oft erum við að aðstoða farþega sem eru háðir okkar skiliningi og okkar viðbragði.“ Ákall frá farþegum Daníel segist hafa orðið var við ákall frá farþegum um að ökumenn B.Í.L.S. myndu merkja sig sérstaklega. Meðal annarra skilyrða fyrir vottuninni er að bílstjóri hafi minnst eins árs reynslu af leiguakstri, starfi á stöð sem veitir símaþjónustu og að bifreiðin sé með rakningabúnað. Skilyrði B.Í.L.S. (Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra) fyrir gæðavottun leigubifreiðastjóra og leigubifreiðar eru að Leigubílstjóri: Hefur löglegt leyfi til reksturs leigubifreiðar að aðalatvinnu. Hefur minnst 1 árs reynslu af leiguakstri á íslenskri leigubifreiðastöð (starfsnám). Er gildur félagsmaður með aðild að Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Talar og skilur íslensku að því marki að geta átt vandræðalaust samskipti í leiguakstri. Starfar á leigubifreiðastöð sem veitir símaþjónustu (að undanskildu dreifbýli án stöðva). Er með löglegan rekstur og tekjur af starfseminni samkvæmt íslenskum lögum. Er með skráða og tryggða leigubifreið samkvæmt íslenskum lögum um leigubifreiðaakstur. Leigubifreiðin er með rakningabúnað, ferilsvöktun ökutækis. Ásdís Ásgeirsdóttir leigubílstjóri fagnar framtakinu og hvetur fleiri til að sækjast eftir vottuninni. „Þetta er bara mjög gott upp á kúnnanna að gera. Það er búið að vera svolítið mikið rót á leigubílamarkaðnum og þeir þurfa bara að hafa sitt öryggi.“
Leigubílar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira