Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 10:18 Margrét María hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Stjr Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi.
Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11