Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 20:13 Jens-Frederik Nielsen leiðir Demokraatit, stærsta flokkinn á grænlenska þinginu eftir nýafstaðnar kosningar. EPA/Christian Klindt Sølbeck Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira