Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 14:15 Vinstra megin sést mynd Hubble-sjónaukans af Neptúnusi þar sem búið er að ýkja liti lofthjúpsins. Hægra megin er búið að bæta gögnum frá Webb-sjónaukanum við mynd Hubble. Segulljósin sjást sem blágrænir blettir. Hvítu blettirnir eru ský ofarlega í lofthjúpnum. NASA, ESA, CSA, STScI, Heidi Hammel (AURA), Henrik Melin (Northu Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum. Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira
Segulljós, sem nefnast norðurljós á norðurhveli jarðar, eru vel þekkt á hinum gasrisunum í sólkerfinu: Júpíter, Satúrnusi og Úranusi. Erfitt hefur hins vegar reynst að ná myndum og staðfesta að segulljós myndist á Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu. James Webb-geimsjónaukanum tókst að fanga segulljósin á myndum sem hann tók af Neptúnusi í júní 2023. Þau sjást sem blágrænar klessur á heiðbláum bakgrunni ísrisans, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar. Ólíkt jörðinni eru segulljósin á Neptúnusi ekki bundin við póla reikistjörnunnar og nágrenni þeirra. Þegar bandaríska geimfarið flaug fram hjá henni árið 1989 kom í ljós að segulskaut Neptúnusar hallast um 47 gráður miðað við snúningsás hans. Segulljósin dansa því um miðlægar breiddargráður á reikistjörnunni. Kuldinn talinn skýra hvers vegna segulljósin fundust svo seint Athuganir Webb gerðu stjörnufræðingum einnig kleift að mæla hitann í efstu lögum lofthjúpsins á Neptúnusi. Í ljós kom að hann hefur fallið um hundruð gráða frá því að Voyager 2 átti leið hjá fyrir 36 árum. Kólnunin er sögð skýra hvers vegna segulljós á Neptúnusi hafa reynst svo hverful. Meiri kuldi er talinn leiða til daufari segulljósa. Vísindamenn vilja nú nota Webb til þess að rannsaka Neptúnus í gegnum heila svonefnda sólarsveiflu. Virkni sólar gengur í gegnum ellefu ára sveiflur sem tengjast segulsviði hennar. Með þeim athugunum vonast þeir til þess að skilja betur uppruna segulsviðsins á Neptúnusi og mögulega hvers vegna það hallar svo mikið miðað við snúningsásinn. Segulljós myndast þegar hlaðnar agnir frá sólinni rekast á frum- og sameindir í lofthjúpi. Agnirnar ferðast í átt að segulskautunum sem eru nærri pólsvæðunum á jörðinni og því verða segulljós fyrst og fremst sýnileg á norðlægum og suðlægum slóðum. Norðurljós á jörðinni eru mun þekktari en suðurljósin, ekki vegna þess að þau fyrrnefndu séu virkari en þau síðarnefndu heldur vegna þess að mun auðveldara er að berja þau augum á norðurhveli en suðurhveli. Suðursegulskautið er þannig yfir Suður-Íshafinu en norðursegulskautið yfir norðanverðu Kanada. Mun meiri landmassi og mannfjöldi er á norðurslóðum en á suðurslóðum.
Neptúnus Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tengdar fréttir Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03 Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50 Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira
Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Skotvindur á fjarlægri fjarreikistjörnu er sá sterkasti sem nokkru sinni hefur mælst, yfir níu kílómetrar á sekúndu. Ný tækni er sögð gera stjörnufræðingum kleift að gera nákvæmari athuganir á veðri á fjarreikistjörnum á næstu árum. 21. janúar 2025 13:03
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. 3. október 2024 09:50
Nýjar ljósmyndir Webb sýna Neptúnus í nýju ljósi Ný ljósmynd hefur verið tekin af plánetunni Neptúnusi með aðstoð Webb sjónaukans. Myndin er sú skýrasta sem náðst hefur af ísplánetunni í áratugi og sýna hringi Neptúnusar í nýju ljósi. 26. desember 2023 19:43