Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 12:06 Karl Steinar Valsson vill opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Vísir/Vilhelm Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar. Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar.
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira