Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2025 16:17 Feðgarnir Jón Trausti og Reynir Traustason. Þeir hafa löngumverið samherjar en nú tekur Jón Trausti við ritstjórataumum á Mannlífi, úr höndum föður síns og þar verður allt tekið í gegn, í hólf og gólf. Jón Trausti Reynisson hefur sett upp blaðamannahattinn á ný en hann hefur tekið að sér ritstjórn Mannlífs. Í það minnsta fyrst um sinn meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um málefni miðilsins. Jón Trausti var áður framkvæmdastjóri Heimildarinnar en hefur nú rifið fram pennann á ný en það sáu menn í nýlegri umfjöllun sem hann er skrifaður fyrir og fjallar um „16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu“. Áhugadrifinn, daglegur fréttavefur Þegar Vísir náði tali af Jóni Trausta lá hann með flensu heima fyrir en náði þó að segja þetta að Samkeppniseftirlitið er nú með erindi frá Sameinaða útgáfufélaginu (SÚ) um yfirtöku á Mannlífi. SÚ er útgáfufélagið sem gefur út Heimildina og er nú að færa út kvíarnar. „Undanfarið höfum við verið að vinna að umbreytingu Mannlífs, með fyrirvara um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við erum að koma með nýtt og breytt Mannlíf, nýjan miðill sem byggir á þessu fornfræga tímariti,“ segir Jón Trausti. Fyrsta skrefið var ný hönnun en hún var innleidd fyrr í mánuðinum. Og svo er verið að móta ritstjórnarstefnuna til lengri tíma. „Mannlíf er áhugadrifinn, daglegur fréttavefur, en við viljum líka byggja upp tímaritahluta með ítarlegri greinum um lykilmál og málefni þjóðfélagsins, í anda klassíska tímaritaefnisins sem Mannlíf var þekkt fyrir frá stofnárinu 1984.“ Engin sameining Mannlífs og Heimildarinnar Eins og fram hefur komið eru Mannlíf og Heimildin aðskildir fjölmiðlar með sitt hvora ritstjórnarstefnu, sem eiga þá sameiginlegt að vera innan sama útgáfufélags. „Já. Alveg eins og Politiken og Ekstra Bladet í Danmörku, og Aftenposten og VG í Noregi, sem eru eðlisólíkir miðlar, að miklu leyti ætlaðir mismunandi hópum. Jón Trausti setur á sig blaðamannahattinn á ný.aðsend Það er því ekki þannig að Mannlíf og Heimildin sameinist með neinum hætti, heldur er Sameinaða útgáfufélagið að taka yfir Mannlíf til að halda sögu þess gangandi og auðga ísenska fjölmiðlaflóru.“ Jón Trausti segir að fyrst um sinn verði hann ritstjóri Mannlífs og vinni að þróun þess. Svo kemur í ljós hvað verður. „Stjórn útgáfufélagsins fer með ráðningarmál ritstjóra. En núna erum við að bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vegna sérlaga um fjölmiðla þarf velta ekki eða vera nema 100 milljónir hjá öðru hvoru félaginu til þess að SKE þurfi að samþykkja yfirtöku.“ Nú þarf allar hendur á dekk Til að byrja með verða þrír að vinna á Mannlífi að meðtöldum ritstjóranum. Hinir tveir eru Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. SÚ yfirtekur Mannlíf og fleiri eignir útgáfufélag þess án greiðslu, en tekur við ráðningasamninga tveggja blaðamanna. Þetta var samþykkt á hluthafafundi og af stjórn. Orðsporið sem fór af Mannlífi undir ritstjórn Reynis Traustasonar, föður Jóns Trausta, var allaveganna. Og var tekist á um kaupin í stjórn. Margir voru ósáttir við ritstjórnarstefnuna. En nú stendur til að breyta henni, meðal annars. „Já, það lá alltaf fyrir að við myndum breyta Mannlífi ef við tækjum það yfir, bæði útlitslega og efnislega. En það verður alltaf áhugadrifinn miðill. Hluti af tilgangnum með slíkum miðlum getur verið að opna þjóðfélagumræðuna fyrir sem flest fólk. Vonandi næst síðan að eiga gott framlag í þjóðfélagsumræðuna og menninguna.“ Ekki fer hjá því að nefna að heldur þungskýjað hefur verið yfir fjölmiðlum undanfarin dægrin, vikur og mánuði ef því er að skipta: Er þetta ekki erfiður róður? „Jú, við þekkjum það vel, að þurfa að haga seglum eftir vindi og sigla milli skers og báru. Núna þarf allar hendur upp á dekk. Ég held að enginn haldist í fjölmiðlum án þess að sjá beinlínis tilgang í því fyrir samfélagið. Og ég sé að minnsta kosti tilgang í því að efla og þróa miðil eins og Mannlíf, með alla þessa sögu.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Jón Trausti var áður framkvæmdastjóri Heimildarinnar en hefur nú rifið fram pennann á ný en það sáu menn í nýlegri umfjöllun sem hann er skrifaður fyrir og fjallar um „16 staðreyndir um mál Ásthildar Lóu“. Áhugadrifinn, daglegur fréttavefur Þegar Vísir náði tali af Jóni Trausta lá hann með flensu heima fyrir en náði þó að segja þetta að Samkeppniseftirlitið er nú með erindi frá Sameinaða útgáfufélaginu (SÚ) um yfirtöku á Mannlífi. SÚ er útgáfufélagið sem gefur út Heimildina og er nú að færa út kvíarnar. „Undanfarið höfum við verið að vinna að umbreytingu Mannlífs, með fyrirvara um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Við erum að koma með nýtt og breytt Mannlíf, nýjan miðill sem byggir á þessu fornfræga tímariti,“ segir Jón Trausti. Fyrsta skrefið var ný hönnun en hún var innleidd fyrr í mánuðinum. Og svo er verið að móta ritstjórnarstefnuna til lengri tíma. „Mannlíf er áhugadrifinn, daglegur fréttavefur, en við viljum líka byggja upp tímaritahluta með ítarlegri greinum um lykilmál og málefni þjóðfélagsins, í anda klassíska tímaritaefnisins sem Mannlíf var þekkt fyrir frá stofnárinu 1984.“ Engin sameining Mannlífs og Heimildarinnar Eins og fram hefur komið eru Mannlíf og Heimildin aðskildir fjölmiðlar með sitt hvora ritstjórnarstefnu, sem eiga þá sameiginlegt að vera innan sama útgáfufélags. „Já. Alveg eins og Politiken og Ekstra Bladet í Danmörku, og Aftenposten og VG í Noregi, sem eru eðlisólíkir miðlar, að miklu leyti ætlaðir mismunandi hópum. Jón Trausti setur á sig blaðamannahattinn á ný.aðsend Það er því ekki þannig að Mannlíf og Heimildin sameinist með neinum hætti, heldur er Sameinaða útgáfufélagið að taka yfir Mannlíf til að halda sögu þess gangandi og auðga ísenska fjölmiðlaflóru.“ Jón Trausti segir að fyrst um sinn verði hann ritstjóri Mannlífs og vinni að þróun þess. Svo kemur í ljós hvað verður. „Stjórn útgáfufélagsins fer með ráðningarmál ritstjóra. En núna erum við að bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vegna sérlaga um fjölmiðla þarf velta ekki eða vera nema 100 milljónir hjá öðru hvoru félaginu til þess að SKE þurfi að samþykkja yfirtöku.“ Nú þarf allar hendur á dekk Til að byrja með verða þrír að vinna á Mannlífi að meðtöldum ritstjóranum. Hinir tveir eru Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. SÚ yfirtekur Mannlíf og fleiri eignir útgáfufélag þess án greiðslu, en tekur við ráðningasamninga tveggja blaðamanna. Þetta var samþykkt á hluthafafundi og af stjórn. Orðsporið sem fór af Mannlífi undir ritstjórn Reynis Traustasonar, föður Jóns Trausta, var allaveganna. Og var tekist á um kaupin í stjórn. Margir voru ósáttir við ritstjórnarstefnuna. En nú stendur til að breyta henni, meðal annars. „Já, það lá alltaf fyrir að við myndum breyta Mannlífi ef við tækjum það yfir, bæði útlitslega og efnislega. En það verður alltaf áhugadrifinn miðill. Hluti af tilgangnum með slíkum miðlum getur verið að opna þjóðfélagumræðuna fyrir sem flest fólk. Vonandi næst síðan að eiga gott framlag í þjóðfélagsumræðuna og menninguna.“ Ekki fer hjá því að nefna að heldur þungskýjað hefur verið yfir fjölmiðlum undanfarin dægrin, vikur og mánuði ef því er að skipta: Er þetta ekki erfiður róður? „Jú, við þekkjum það vel, að þurfa að haga seglum eftir vindi og sigla milli skers og báru. Núna þarf allar hendur upp á dekk. Ég held að enginn haldist í fjölmiðlum án þess að sjá beinlínis tilgang í því fyrir samfélagið. Og ég sé að minnsta kosti tilgang í því að efla og þróa miðil eins og Mannlíf, með alla þessa sögu.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira