Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Katrín og T'omas hafa komið sér vel fyrir í Danmörku. Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum. Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira