Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Katrín og T'omas hafa komið sér vel fyrir í Danmörku. Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum. Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira