Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Katrín og T'omas hafa komið sér vel fyrir í Danmörku. Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum. Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira