Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 25. mars 2025 08:31 Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun