Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Árni Kristjánsson skrifa 24. mars 2025 21:01 Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Hann hefur líka sýnt í kosningabaráttu sinni að hann getur og ætlar sér að gera þær að veruleika. Háskóli Íslands er háskóli okkar allra. Þar er stundað nám á yfir 400 námsleiðum og um leið er hann miðstöð vísinda og fræðastarfs sem nýtist á öllum sviðum samfélagsins. Háskólinn er nauðsynleg forsenda hagsældar og velferðar á Íslandi, stendur vörð um menningararf landsins og þegar hætta steðjar að – t.d. við eldgos, efnahagshrun og heimsfarsóttir – verðum við áþreifanlega vör við mikilvægi skólans. Magnús Karl hefur skýra og samþætta sýn á vísindalega og samfélagslega ábyrgð háskólans. Hann skilur og hefur burði til að koma sjónarmiðum háskólans rækilega að við ákvarðanir stjórnvalda um háskólasamfélagið. Hann skilur líka hvernig auka þarf vitund samfélagsins um mikilvægi vísinda og menntunar. Á 21. öldinni hefur Háskóli Íslands orðið öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli þrátt fyrir að sú þróun hafi verið hægari en æskilegt er vegna skorts á fjármagni frá hinu opinbera. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt undir sambærilegum framlögum á Norðurlöndunum og það sama gildir um framlög í samkeppnissjóði á sviðum grunnvísinda. Aukin framlög eru nauðsynleg forsenda þess að Háskóli Íslands nái alþjóðlegum viðmiðum um vísinda- og fræðastarf og þjóni íslensku samfélagi sem best. Magnús Karl hefur í meira en 20 ár verið ötull talsmaður betri fjármögnunar háskólakerfisins og samkeppnissjóða – og hefur skýra stefnu um hvernig hann muni halda því áfram sem rektor skólans. Einnig hefur Magnús Karl sett mannauðsmál Háskólans á oddinn. Hann vill efla Menntasjóð námsmanna svo nemendur geti helgað sig náminu án þess að stunda vinnu, sem iðulega kemur niður á námsárangri þeirra. Hann vill berjast fyrir samkeppnishæfum launum, góðu starfsumhverfi og starfsþróun starfsfólks skólans. Þessi mikilvægu stefnuatriði eru sannarlega háð auknu fjármagni til Háskólans – og í þeirri baráttu hefur Magnús Karl skýra sýn. Af þessum ástæðum fær Magnús Karl okkar atkvæði í rektorskjörinu. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild HÍ. Árni Kristjánsson, prófessor við Sálfræðideild HÍ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun