Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 19:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að hingað til hafi það reynst of erfitt að fá nálgunarbann í gegn og þá hafi það of litlar afleiðingar að brjóta gegn því. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Starfshópnum er ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Honum er gert að skila tillögum um mitt þetta ár. „Þetta er miklu útbreiddara vandamál en við gerum okkur grein fyrir, það er erfitt að fá nálgunarbann í núverandi kerfi, þetta segir lögreglan mér líka sem gjarnan vill gera betur í þessum málaflokki og síðan hitt, það hefur haft allt of litlar afleiðingar þegar brotið er gegn nálgunarbanni og það á auðvitað ekki að líðast í íslensku samfélagi að fólk geti ekki verið öruggt á eigin heimili, eða á eigin vinnustað vegna þess að það sé verið að hringja, elta, sitja um, með ónot, ónæði, ógnanir og jafnvel ofbeldi. Við þurfum að gera betur hvað þetta varðar og vinnan miðar að því,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Árið 2023 voru skráðar 92 beiðnir um nálgunarbann hjá lögreglu og í fyrra voru þær 79. Horft verður til norskrar löggjafar við breytingar á hinni íslensku. „Fólk á ekki að þurfa að búa við það að verða í langan tíma fyrir ónæði, ógnunum, hótunum og raski á sínu lífi vegna þess að lögin okkar og kerfin hafa ekki verkfærin til að taka á því. Markmið mitt er að breyta þessu.“ Í hópnum munu sitja Anna Barbara Andradóttir frá ríkissaksóknara, Kristín Alda Jónsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Hildur Sunna Pálmadóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið – Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jakob Birgisson fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins og Drífa Kristín Sigurðardóttir er formaður hópsins. Hugnast að taka upp notkun ökklabands Ríkissaksóknari gaf í fyrra út þau tilmæli að nota ætti öklaband í auknum mæli þegar brotið væri ítrekað gegn nálgunarbanni. Dómsmálaráðherra hugnast vel að nota slíkt í auknum mæli. „Það er verið að elta fólk uppi, sitja um það, mæta á vinnustað, hringja á öllum tímum sólarhrings, senda skilaboð. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þannig að ökklabönd eiga og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir svona háttsemi þegar nálgunarbanni er komið á. Það sem við ætlum okkur að ná fram með þessu er að löggjöfin verði skýr og að framkvæmdin verði skýr. Svona háttsemi á ekki að líðast í samfélaginu.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Starfshópnum er ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Honum er gert að skila tillögum um mitt þetta ár. „Þetta er miklu útbreiddara vandamál en við gerum okkur grein fyrir, það er erfitt að fá nálgunarbann í núverandi kerfi, þetta segir lögreglan mér líka sem gjarnan vill gera betur í þessum málaflokki og síðan hitt, það hefur haft allt of litlar afleiðingar þegar brotið er gegn nálgunarbanni og það á auðvitað ekki að líðast í íslensku samfélagi að fólk geti ekki verið öruggt á eigin heimili, eða á eigin vinnustað vegna þess að það sé verið að hringja, elta, sitja um, með ónot, ónæði, ógnanir og jafnvel ofbeldi. Við þurfum að gera betur hvað þetta varðar og vinnan miðar að því,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Árið 2023 voru skráðar 92 beiðnir um nálgunarbann hjá lögreglu og í fyrra voru þær 79. Horft verður til norskrar löggjafar við breytingar á hinni íslensku. „Fólk á ekki að þurfa að búa við það að verða í langan tíma fyrir ónæði, ógnunum, hótunum og raski á sínu lífi vegna þess að lögin okkar og kerfin hafa ekki verkfærin til að taka á því. Markmið mitt er að breyta þessu.“ Í hópnum munu sitja Anna Barbara Andradóttir frá ríkissaksóknara, Kristín Alda Jónsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Hildur Sunna Pálmadóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið – Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jakob Birgisson fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins og Drífa Kristín Sigurðardóttir er formaður hópsins. Hugnast að taka upp notkun ökklabands Ríkissaksóknari gaf í fyrra út þau tilmæli að nota ætti öklaband í auknum mæli þegar brotið væri ítrekað gegn nálgunarbanni. Dómsmálaráðherra hugnast vel að nota slíkt í auknum mæli. „Það er verið að elta fólk uppi, sitja um það, mæta á vinnustað, hringja á öllum tímum sólarhrings, senda skilaboð. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þannig að ökklabönd eiga og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir svona háttsemi þegar nálgunarbanni er komið á. Það sem við ætlum okkur að ná fram með þessu er að löggjöfin verði skýr og að framkvæmdin verði skýr. Svona háttsemi á ekki að líðast í samfélaginu.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42
Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36