Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2025 22:16 Aron Einar Gunnarsson fórnar höndum eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Kósovó. Lárus Orri Sigurðsson var með skýr skilaboð til Arons eftir leik. Samsett/EPA/Stöð 2 Sport „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. Lárus Orri talaði hreint út en af virðingu varðandi gamla landsliðsfyrirliðann í umræðum á Stöð 2 Sport, eftir 5-2 tap Íslands í umspili við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta, en hægt er að sjá brot af þeim í spilaranum hér að neðan. Klippa: Eldræða Lárusar um Aron Einar Þrátt fyrir að vera ekki lengur fyrirliði þá fékk Aron stórt hlutverk í fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – einvíginu við Kósovó. Hann lék 90 mínútur í fyrri leiknum á fimmtudag og átti svo martraðarinnkomu þegar hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks en fékk rautt spjald rúmum tuttugu mínútum síðar. „Passið ykkur strákar“ „Þessi gluggi hjá Aroni var ekki góður. Hann var ekki góður í síðasta leik og ekki góður í þessum leik heldur. Mér finnst svolítið erfitt að tala um þetta, hreinlega, því mér finnst erfitt að sjá Aron í þessari stöðu sem hann er í. Oft á tímum var þetta mjög erfitt fyrir hann í síðasta leik, sérstaklega í seinni hálfleik, og í þessum leik átti hann mjög erfitt uppdráttar. Hann var búinn að vera inn á í sirka 15 mínútur og þá var eins og hann væri gjörsamlega búinn á því,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram: „Ég segi það, ekki bara við Aron heldur alla þessa gullaldarstráka sem eru að spila, passið ykkur strákar: „Leave the game before the game leaves you“. Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig.“ „Skil að þeir vilji hanga á þessu“ Aron Einar hefur nú leikið 106 A-landsleiki og er næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, á eftir Birki Bjarnasyni sem leikið hefur 113 A-landsleiki. Kjartan Atli Kjartansson benti á að óumdeilt væri að Aron væri einn besti landsliðsmaður sem Ísland hefur átt en þeir tímar virðast einfaldlega liðnir. Lárus, sem sjálfur lék lengi með landsliðinu, hefur fullan skilning á því að erfitt sé að hætta að spila fyrir Ísland. „Ég er Þórsari, hann er Þórsari, og auðvitað er pínu vont að hlusta á átta mínútna viðtal við Aron Einar þar sem hann er að réttlæta af hverju hann er í landsliðshópnum. Þetta er okkar Fyrirliði, með stóru F-i. Ég veit að þetta er ógeðslega erfitt. Ef ég mætti gera einn hlut aftur frá mínum ferli þá er það að standa þarna í einn þjóðsöng. Ég skil því að þeir vilji hanga á þessu. Það er ógeðslega erfitt að finna rétta punktinn til að segja hingað og ekki lengra. En ég held að það sé kannski kominn tími til að menn horfi vel í spegilinn og taki ákvörðun um framtíðina,“ sagði Lárus Orri. Hann tók undir að kannski væri frekar framtíð fyrir Aron sem miðjumaður í landsliðinu en ekki sem miðvörður líkt og gegn Kósovó. Snúist ekki um aldur heldur hvar menn séu staddir á ferlinum „Aron kann miðjustöðuna. Hann yrði mikið betri í að standa þarna á miðjunni, gæti kallað leikmenn til og stýrt þeim betur í kringum sig. Hann kann þessa stöðu [sem miðvörður] ekki eins vel og á fullt í fangi með sjálfan sig þar, hvað þá að reyna að hafa áhrif á menn í kringum sig.“ Lárus hvetur menn hins vegar til að hugsa sig vandlega um varðandi það hvernig þeir vilji kveðja landsliðið: „Tölum ekki bara um Aron. Líka Gylfa. Birkir Bjarna og Jón Daði hafa verið með tilkall til að koma inn í landsliðið. Menn verða að vita sinn tíma. Við erum ekki að tala um aldur hérna. 37 ára leikmenn geta verið í fullri sveiflu. Þetta snýst bara um hvar menn eru staddir á sínum ferli. Eins og staðan er hjá þessum mönnum í dag þá sé ég ekki að þeir eigi stöðu í landsliðinu.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:47 „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. 23. mars 2025 19:31 „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. 23. mars 2025 19:38 Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Lárus Orri talaði hreint út en af virðingu varðandi gamla landsliðsfyrirliðann í umræðum á Stöð 2 Sport, eftir 5-2 tap Íslands í umspili við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta, en hægt er að sjá brot af þeim í spilaranum hér að neðan. Klippa: Eldræða Lárusar um Aron Einar Þrátt fyrir að vera ekki lengur fyrirliði þá fékk Aron stórt hlutverk í fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – einvíginu við Kósovó. Hann lék 90 mínútur í fyrri leiknum á fimmtudag og átti svo martraðarinnkomu þegar hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks en fékk rautt spjald rúmum tuttugu mínútum síðar. „Passið ykkur strákar“ „Þessi gluggi hjá Aroni var ekki góður. Hann var ekki góður í síðasta leik og ekki góður í þessum leik heldur. Mér finnst svolítið erfitt að tala um þetta, hreinlega, því mér finnst erfitt að sjá Aron í þessari stöðu sem hann er í. Oft á tímum var þetta mjög erfitt fyrir hann í síðasta leik, sérstaklega í seinni hálfleik, og í þessum leik átti hann mjög erfitt uppdráttar. Hann var búinn að vera inn á í sirka 15 mínútur og þá var eins og hann væri gjörsamlega búinn á því,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram: „Ég segi það, ekki bara við Aron heldur alla þessa gullaldarstráka sem eru að spila, passið ykkur strákar: „Leave the game before the game leaves you“. Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig.“ „Skil að þeir vilji hanga á þessu“ Aron Einar hefur nú leikið 106 A-landsleiki og er næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, á eftir Birki Bjarnasyni sem leikið hefur 113 A-landsleiki. Kjartan Atli Kjartansson benti á að óumdeilt væri að Aron væri einn besti landsliðsmaður sem Ísland hefur átt en þeir tímar virðast einfaldlega liðnir. Lárus, sem sjálfur lék lengi með landsliðinu, hefur fullan skilning á því að erfitt sé að hætta að spila fyrir Ísland. „Ég er Þórsari, hann er Þórsari, og auðvitað er pínu vont að hlusta á átta mínútna viðtal við Aron Einar þar sem hann er að réttlæta af hverju hann er í landsliðshópnum. Þetta er okkar Fyrirliði, með stóru F-i. Ég veit að þetta er ógeðslega erfitt. Ef ég mætti gera einn hlut aftur frá mínum ferli þá er það að standa þarna í einn þjóðsöng. Ég skil því að þeir vilji hanga á þessu. Það er ógeðslega erfitt að finna rétta punktinn til að segja hingað og ekki lengra. En ég held að það sé kannski kominn tími til að menn horfi vel í spegilinn og taki ákvörðun um framtíðina,“ sagði Lárus Orri. Hann tók undir að kannski væri frekar framtíð fyrir Aron sem miðjumaður í landsliðinu en ekki sem miðvörður líkt og gegn Kósovó. Snúist ekki um aldur heldur hvar menn séu staddir á ferlinum „Aron kann miðjustöðuna. Hann yrði mikið betri í að standa þarna á miðjunni, gæti kallað leikmenn til og stýrt þeim betur í kringum sig. Hann kann þessa stöðu [sem miðvörður] ekki eins vel og á fullt í fangi með sjálfan sig þar, hvað þá að reyna að hafa áhrif á menn í kringum sig.“ Lárus hvetur menn hins vegar til að hugsa sig vandlega um varðandi það hvernig þeir vilji kveðja landsliðið: „Tölum ekki bara um Aron. Líka Gylfa. Birkir Bjarna og Jón Daði hafa verið með tilkall til að koma inn í landsliðið. Menn verða að vita sinn tíma. Við erum ekki að tala um aldur hérna. 37 ára leikmenn geta verið í fullri sveiflu. Þetta snýst bara um hvar menn eru staddir á sínum ferli. Eins og staðan er hjá þessum mönnum í dag þá sé ég ekki að þeir eigi stöðu í landsliðinu.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:47 „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. 23. mars 2025 19:31 „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. 23. mars 2025 19:38 Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02
„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:47
„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. 23. mars 2025 19:31
„Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. 23. mars 2025 19:38
Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026. 23. mars 2025 18:48