„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2025 19:31 Stefán Teitur Þórðarson ræddi við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. Stöð 2 Sport „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49