Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 15:15 Meðlimir The Searchers hafa verið nokkuð margir í gegnum tíðina, en á þessari mynd frá 1965. Má sjá John McNally, Chris Curtis, Frank Allen og Mike Pender. Getty Meðlimir bresku sveitarinnar The Searchers, sem mun vera elsta starfandi popphljómsveit heims, hafa ákveðið að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir munu fara fram á Glastonbury-hátíðinni í júní næstkomandi. The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“ Bretland Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“
Bretland Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira