Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 15:15 Meðlimir The Searchers hafa verið nokkuð margir í gegnum tíðina, en á þessari mynd frá 1965. Má sjá John McNally, Chris Curtis, Frank Allen og Mike Pender. Getty Meðlimir bresku sveitarinnar The Searchers, sem mun vera elsta starfandi popphljómsveit heims, hafa ákveðið að leggja upp laupana. Síðustu tónleikarnir munu fara fram á Glastonbury-hátíðinni í júní næstkomandi. The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“ Bretland Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira
The Searchers, sem kemur frá Liverpool, var stofnuð árið 1957, þremur árum áður en frægasta hljómsveit borgarinnar, Bítlarnir, hófu störf. Þá var John McNally, sem er enn meðlimur hennar, 16 ára gamall, en í dag, 68 árum síðar, er hann 83 ára. Líkt og hin hljómsveitin frá Bítlaborginni byrjuðu The Searchers á því að spila á klúbbum í Liverpool og Hamborg. Sveitin varð ansi vinsæl snemma á sjöunda áratugnum, og tók hún þátt í bresku innrásinni svokölluðu, þar sem breskar hljómsveitir skutust upp á stjörnuhimininn vestanhafs. Á meðal vinsælustu laga The Searchers eru Needles and Pins, Sweets for My Sweet, Sugar and Spice, When You Walk in the Room, Don‘t Throw Your Love Away, og Love Potion No. 9. Flest þessara laga eru tökulög, en í mörgum tilfellum varð útgáfa The Searchers vinsælli en frumútgáfan. Umferðin óþolandi The Guardian greinir frá því að The Searchers hyggist hætta. Miðillinn hefur eftir McNally, sem leikur á gítar, og hinum 81 árs gamla Frank Allen, sem spilar á bassa og syngur, að aldur þeirra hafi með ákvörðunina að gera. Einnig spili umferðin inn í, en þeim finnst leiðinlegt hvað það tekur langan tíma að ferðast á milli gigga. „Aldurinn hægir smá á manni. Við áttum það til að halda 180 til 200 tónleika á ári. En að ferðast upp og niður hraðbrautina er það erfiða við starfið. Umferðin er miklu verri en hún hefur nokkurn tímann verið,“ segir Allen sem gekk til liðs við sveitina árið 1964. McNally tekur undir það: „Umferðin eins og hún er í dag er algjör martröð.“
Bretland Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Sjá meira