Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. mars 2025 16:02 Róbert Spanó heimsótti Úkraínu í vikunni en hann er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu. Vísir/Elín Margrét Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu. Róbert Spanó, er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu, en verkefnið hefur það að markmiði að gera Úkraínumönnum kleift að skrásetja og sækja bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir sem rekja má til innrásarstríðs Rússa. „Við erum hér stödd í Kænugarði, stjórn tjónaskrárinnar, til þess að funda með innlendum stjórnvöldum auk þess að hitta fórnarlömb þeirra sem hafa orðið fyrir árásum Rússa í Úkraínu. Við erum hér til þess að kynna starf okkar, til þess að reyna að fá Úkraínumenn til þess að sækja um í tjónaskrána með því að leggja fram beiðnir ef þeir hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu í Kænugarði í vikunni. Mannslát, kynferðisofbeldi og pyndingar meðal málaflokka Nefndin fundaði meðal annars með forsætisráðherra Úkraínu og opnað var fyrir umsóknir í nýja málaflokka, en allir þeir sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásarinnar geta leitað í tjónaskrána. „Við byrjuðum á því að opna fyrir umsóknir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna skaða á húsum, fasteignum og svo framvegis. Nú erum við búin að opna fyrir málaflokka eins og mannslát í fjölskyldum, einstaklinga sem hafa horfið og erum að opna í dag fyrir þá sem hafa orðið fyrir pyndingum og kynferðislegu ofbeldi,“ segir Róbert. Gríðarlegar fjárhæðir og snertir marga Ljóst sé þegar að tjónið sé gífurlegt og snertir marga. „Við erum að áætla að á endanum gætu tjónsbeiðnir verið á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna og áætlað tjón Úkraínu í þessu stríði er að nálgast 750 til 800 milljarða dollara. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og margir einstaklingar sem hafa orðið fyrir tjóni nú þegar af þessu stríði.“ Hefur þú væntingar um að þetta beri árangur og kannski í sögulegu samhengi, hefur eitthvað sambærilegt verið gert áður? „Það hafa verið til staðar og settar á laggirnar tjónaskrár ýmiss konar, en aldrei eins og þessi sem var stofnsett á meðan á stríðinu stendur. Þetta er sögulegt verkefni. það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar verkefni, það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar hlutverk er fyrst og fremst að safna öllum tjónsbeiðnum, og síðan er það auðvitað pólitísk spurning hvernig bætur verða greiddar út, en ég væri ekki að standa í þessu nema ég tryði á það að nú væri kominn tími í okkar heimssögu að þeir sem að verða fyrir þessum hræðulegu atburðum vegna innrásar af þessu tagi, að þeir fái tjón sitt bætt,“ segir Róbert. Hafi að geyma mikilvægar heimildir Telur þú einhverjar líkur á því að Rússar verði reiðubúnir til þess að greiða bætur eða að fundin verði einhver leið til þess að einhverjar bætur verði greiddar? „Ég held mig við mitt starf sem er starf sérfræðings sem er að stýra þessu starfi. Það er auðvitað pólitísk spurning. En ég væri ekki í þessu nema að ég tryði á það að á endanum yrði pólitískur þrýstingur á að leysa þetta með þeim hætti að Rússar yrðu að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið,“ segir Róbert. Burt séð frá því hvernig fer með hugsanlega greiðslu bóta, segir Róbert ljóst að tjónaskráin muni geyma mikilvægar heimildir um það sem hefur átt sér stað í stríðinu. „Tvímælalaust, eins og ég hef sagt á fundum og fjölmörg erindi sem ég hef flutt um þessa tjónaskrá. Við erum að safna saman grunni heimilda og upplýsinga sem munu nýtast hvernig sem fer í framtíðinni.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Róbert Spanó, er formaður tjónaskrár Evrópuráðsins fyrir Úkraínu, en verkefnið hefur það að markmiði að gera Úkraínumönnum kleift að skrásetja og sækja bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir sem rekja má til innrásarstríðs Rússa. „Við erum hér stödd í Kænugarði, stjórn tjónaskrárinnar, til þess að funda með innlendum stjórnvöldum auk þess að hitta fórnarlömb þeirra sem hafa orðið fyrir árásum Rússa í Úkraínu. Við erum hér til þess að kynna starf okkar, til þess að reyna að fá Úkraínumenn til þess að sækja um í tjónaskrána með því að leggja fram beiðnir ef þeir hafa orðið fyrir tjóni,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu í Kænugarði í vikunni. Mannslát, kynferðisofbeldi og pyndingar meðal málaflokka Nefndin fundaði meðal annars með forsætisráðherra Úkraínu og opnað var fyrir umsóknir í nýja málaflokka, en allir þeir sem hafa orðið fyrir tjóni vegna innrásarinnar geta leitað í tjónaskrána. „Við byrjuðum á því að opna fyrir umsóknir fyrir þá sem hafa orðið fyrir tjóni vegna skaða á húsum, fasteignum og svo framvegis. Nú erum við búin að opna fyrir málaflokka eins og mannslát í fjölskyldum, einstaklinga sem hafa horfið og erum að opna í dag fyrir þá sem hafa orðið fyrir pyndingum og kynferðislegu ofbeldi,“ segir Róbert. Gríðarlegar fjárhæðir og snertir marga Ljóst sé þegar að tjónið sé gífurlegt og snertir marga. „Við erum að áætla að á endanum gætu tjónsbeiðnir verið á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna og áætlað tjón Úkraínu í þessu stríði er að nálgast 750 til 800 milljarða dollara. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og margir einstaklingar sem hafa orðið fyrir tjóni nú þegar af þessu stríði.“ Hefur þú væntingar um að þetta beri árangur og kannski í sögulegu samhengi, hefur eitthvað sambærilegt verið gert áður? „Það hafa verið til staðar og settar á laggirnar tjónaskrár ýmiss konar, en aldrei eins og þessi sem var stofnsett á meðan á stríðinu stendur. Þetta er sögulegt verkefni. það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar verkefni, það er óljóst hvernig þessu vindur fram vegna þess að okkar hlutverk er fyrst og fremst að safna öllum tjónsbeiðnum, og síðan er það auðvitað pólitísk spurning hvernig bætur verða greiddar út, en ég væri ekki að standa í þessu nema ég tryði á það að nú væri kominn tími í okkar heimssögu að þeir sem að verða fyrir þessum hræðulegu atburðum vegna innrásar af þessu tagi, að þeir fái tjón sitt bætt,“ segir Róbert. Hafi að geyma mikilvægar heimildir Telur þú einhverjar líkur á því að Rússar verði reiðubúnir til þess að greiða bætur eða að fundin verði einhver leið til þess að einhverjar bætur verði greiddar? „Ég held mig við mitt starf sem er starf sérfræðings sem er að stýra þessu starfi. Það er auðvitað pólitísk spurning. En ég væri ekki í þessu nema að ég tryði á það að á endanum yrði pólitískur þrýstingur á að leysa þetta með þeim hætti að Rússar yrðu að greiða fyrir það tjón sem þeir hafa valdið,“ segir Róbert. Burt séð frá því hvernig fer með hugsanlega greiðslu bóta, segir Róbert ljóst að tjónaskráin muni geyma mikilvægar heimildir um það sem hefur átt sér stað í stríðinu. „Tvímælalaust, eins og ég hef sagt á fundum og fjölmörg erindi sem ég hef flutt um þessa tjónaskrá. Við erum að safna saman grunni heimilda og upplýsinga sem munu nýtast hvernig sem fer í framtíðinni.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira