Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 19:15 Finnur Freyr stýrir Val í bikarúrslitum við KR á morgun en árið 2018 horfði hann vonleysisaugum á þáverandi lið sitt KR skíttapa í bikarúrslitum. Vísir/Samsett Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan. Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Mikil spenna er fyrir leik Reykjavíkurstórveldanna en þau mættust síðast í bikarúrslitum árið 1984. Uppselt varð á mettíma og verður ekki tómt sæti að finna í Smáranum á morgun. Finnur Freyr þekkir vel að vinna keppnina en hann vann hana tvisvar með KR-ingum, 2016 og 2017, og með Val 2023. KR er í úrslitum í fyrsta sinn síðan 2018 en þá var Finnur einmitt þjálfari liðsins. Manstu eftir þeim leik? „Hann var helvíti langur. Stólarnir slátruðu okkur í þeim leik, ég man bara að hann ætlaði aldrei að klárast. Þetta voru tveir bikarúrslitaleikir á undan því sem okkur gekk betur á móti Þórsurunum. Þetta eru nokkuð margir leikir sem maður hefur tekið þátt í, og það er bara gaman að vera kominn á sviðið aftur,“ segir Finnur Freyr. Vonast hann þá eftir svipaðri slátrun á morgun og KR-ingar urðu fyrir frá Tindastóli 2018? „Nei, nei. Eigum við frekar að segja bara að við rifjum upp leikinn fyrir tveimur árum þegar við unnum Stjörnuna með Val? Sú mnning er ferskust í minninu og vonandi að við getum endurtekið leikinn,“ segir Finnur. Finnur segir þá eðlilega vera stress fyrir leiknum. „Já, eðlilega. Það er tilhlökkun, svona heilbrigt stress. Það væri óeðlilegt að það væri ekki smá fiðrildi í maganum og tilhlökkun að fara í þetta. Það varð uppselt strax og verður bara gaman sko. Þetta kryddar tilveruna mikið að fara í þessa leiki. Á móti því að hafa verið í lágstemmdum leikjum fyrir áramót, að komast í þessa leiki og ég tala nú ekki um svona stuttu fyrir úrslitakeppnina,“ „Þetta eru leikirnir sem eru ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ástæðan fyrir því að maður tók þennan slag og ákvað að fara í gegnum alla þjáninguna sem fylgir því að vera þjálfari. Maður má ekki gleyma að njóta og maður veit aldrei hvenær síðasti úrslitaleikurinn manns verður,“ segir Finnur Freyr. Fréttina og viðtalið við Finn Frey má sjá í spilaranum að ofan.
Valur KR VÍS-bikarinn Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira