Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 13:30 Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska landsliðinu þurfa að vinna Kósovó á sunnudaginn, eftir 2-1 tap í gær. KSÍ Eftir 2-1 tapið gegn Kósovó í Pristina í gærkvöld er ljóst að Ísland verður að vinna sigur þegar liðin mætast aftur í heimaleik Íslands á sunnudag klukkan 17, í Murcia á Spáni, til að forðast fall í C-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Ísland á í dag ekki heimavöll sem dugar til að spila í Þjóðadeild karla á þessum árstíma en það stendur þó til bóta með framkvæmdum á Laugardalsvelli. Ætla má að það að geta ekki spilað á Íslandi minnki sigurlíkur íslenska liðsins, þó að búist sé við ágætum stuðningi í Murcia á sunnudaginn. Ísland er hins vegar hærra skrifað á heimslista og situr þar í 33. sæti af Evrópuþjóðum en Kósovó í 41. sæti, eftir að hafa verið á nær stöðugri uppleið síðan liðið fór fyrst að spila opinbera landsleiki árið 2016. Áður en einvígi Kósovó og Íslands hófst taldi tölfræðiveitan Football Meets Data Ísland hafa 53% sigurlíkur. Eftir tapið í gær eru líkurnar hins vegar mun meiri hjá Kósovó sem talið er eiga 63% líkur á að fara í B-deild, gegn 37% líkum Íslands. To qualify for UNL League B (as of 20 Mar):99.7% 🇬🇪 Georgia (📈 +17%)87% 🇮🇪 Ireland (📈 +20%)63% 🇽🇰 Kosovo (📈 +16%)61% 🇸🇮 Slovenia (📈 +7%)39% 🇸🇰 Slovakia (📉 -7%)37% 🇮🇸 Iceland (📉 -16%)13% 🇧🇬 Bulgaria (📉 -20%)0.3% 🇦🇲 Armenia (📉 -17%)— Football Meets Data (@fmeetsdata) March 20, 2025 Hafa ber í huga að ef að Ísland vinnur eins marks sigur á sunnudaginn þá verður gripið til 2x15 mínútna framlengingar og svo vítaspyrnukeppni ef staðan í einvíginu verður enn jöfn að henni lokinni. Heimir í góðum málum Samkvæmt FMD eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu mjög líklegir til að klára sitt einvígi gegn Búlgaríu, eftir 2-1 útisigur í gær. Sigurlíkur Íra í einvíginu eru nú metnar 87%. Georgía virðist nánast búin að tryggja sér sæti í B-deild, með 3-0 útisigri gegn Armeníu, en mesta spennan er talin í einvígi Slóvakíu og Slóveníu sem gerðu markalaust jafntefli í heimaleik Slóvakíu í gær. Íslenski landsliðshópurinn ferðaðist frá Kósovó til Spánar í nótt, með fulltrúa Vísis og Stöðvar 2 í för. Hitað verður vandlega upp fyrir seinni leikinn sem verður svo í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudaginn. Þar hefst upphitun klukkan 16:30 en leikurinn sjálfur klukkan 17 að íslenskum tíma.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira