Sá Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 07:31 Óvíst er hvernig Cristiano Ronaldo leið þegar Rasmus Höjlund fagnaði með hans hætti, beint fyrir framan hann. Samsett/Getty Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni. Eftir mikla eyðimerkurgöngu með United náði Höjlund loks að skora í síðasta leik liðsins og hann endurtók leikinn á Parken í gærkvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Í þetta sinn tók hann „siiiiiu“-fagnið sem flestir þekkja, úr smiðju Ronaldo, á meðan portúgalska goðið stóð með hendur á mjöðm og horfði á. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Höjlund eftir leik í gær, samkvæmt Ekstra Bladet. RASMUS HOJLUND COMES OFF THE BENCH TO GIVE DENMARK THE LEAD VS. PORTUGAL 🔥HE HIT THE "SIUUU" IN FRONT OF RONALDO 😳 pic.twitter.com/FvOoe0jwZ1— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2025 Sá mynd af Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins „Ég varð United-aðdáandi út af honum og ég fór að fylgjast með Real Madrid og Juventus út af honum. Ég man að ég sá mynd af honum þar sem hann lá í nærbuxum og ég hugsaði með mér að svona vildi ég líta út, svo ég fór að gera armbeygjur og magaæfingar á hverjum degi áður en ég fór að sofa. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Höjlund og leyndi ekki aðdáun sinni á Ronaldo. „Ég fór á leik árið 2009 þar sem hann skoraði úr aukaspyrnu og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi. Besti vinur minn var líka á vellinum núna og við höfum alltaf haldið mikið upp á hann,“ sagði Höjlund ánægður. Ballið er ekki búið því liðin mætast aftur í Lissabon á sunnudaginn. Sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Eftir mikla eyðimerkurgöngu með United náði Höjlund loks að skora í síðasta leik liðsins og hann endurtók leikinn á Parken í gærkvöld, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Í þetta sinn tók hann „siiiiiu“-fagnið sem flestir þekkja, úr smiðju Ronaldo, á meðan portúgalska goðið stóð með hendur á mjöðm og horfði á. „Mig hefur alltaf dreymt um að taka Ronaldo-fagnið, sérstaklega í leik á móti honum. Ekki til að nudda honum upp úr því eða eitthvað slíkt. Þvert á móti til að sýna virðingu. Ég er jú mikill aðdáandi,“ sagði Höjlund eftir leik í gær, samkvæmt Ekstra Bladet. RASMUS HOJLUND COMES OFF THE BENCH TO GIVE DENMARK THE LEAD VS. PORTUGAL 🔥HE HIT THE "SIUUU" IN FRONT OF RONALDO 😳 pic.twitter.com/FvOoe0jwZ1— ESPN FC (@ESPNFC) March 20, 2025 Sá mynd af Ronaldo í nærbuxum og vildi verða eins „Ég varð United-aðdáandi út af honum og ég fór að fylgjast með Real Madrid og Juventus út af honum. Ég man að ég sá mynd af honum þar sem hann lá í nærbuxum og ég hugsaði með mér að svona vildi ég líta út, svo ég fór að gera armbeygjur og magaæfingar á hverjum degi áður en ég fór að sofa. Hann hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Höjlund og leyndi ekki aðdáun sinni á Ronaldo. „Ég fór á leik árið 2009 þar sem hann skoraði úr aukaspyrnu og eftir það hef ég verið mikill aðdáandi. Besti vinur minn var líka á vellinum núna og við höfum alltaf haldið mikið upp á hann,“ sagði Höjlund ánægður. Ballið er ekki búið því liðin mætast aftur í Lissabon á sunnudaginn. Sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslit Þjóðadeildarinnar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira