„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2025 22:26 Arnar segir unga leikmenn liðsins þurfa að læra að hafa stjórn á leikjum. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. „Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira
„Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Sjá meira