33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 11:18 Notkun nikótínpúða hefur stóraukist. Getty Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“ Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“
Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira