„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 18:19 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Íslenska landsliðið er mætt til Pristína í Kósovó þar sem fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fer fram annað kvöld. Þjálfarinn Arnar og nýi fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sátu fyrir svörum í dag. Leikur Kósovó og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15. „Ég tók við í janúar og þetta er fyrsti leikurinn okkar. Ég er stoltur og spenntur fyrir komandi leik. Búumst við erfiðum leik og Kósovó á leikmenn sem spila í góðum liðum í Evrópu. Gæti ekki verið spenntari fyrir komandi leik sem þjálfari Íslands,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Það er mjög mikilvægt að spila vel á útivelli. Það að spila á útivelli í svona einvígi er nánast önnur íþrótt en að spila á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, það er vel stutt við bakið á heimamönnum og þeir spila á flottum leikvangi.“ „Ég held að leikurinn á morgun skeri ekki úr um einvígið en við þurfum að ná í góð úrslit. Sigur myndi gera mig mjög glaðan, jafntefli væri ágætt en fyrst og fremst vil ég sjá góða frammistöðu.“ „Við þurfum bara að sjá til þess að við komumst áfram,“ sagði Arnar einnig. Fyrirliðinn Orri Steinn tók í sama streng. Hrósaði varnarleik Kósovó og að liðið væri með leikmenn sem væru öflugir þegar kæmi að því að sækja hratt. Arnar tók jafnframt fram að hann væri mjög ánægður með það sem hann hefði séð síðustu daga. Hann væri svolítið á núllpunkti þar sem liðið væri að hefja nýja vegferð. hann sagði að þetta myndi taka tíma en hann veit að liðið þarf að sækja úrslit. Við hverju má búast „Hátt orkustig. Vorum að fara yfir það á fundi hvað viljum skilgreina okkur sem. Sama og góð lið gera, vera góður í öllu. . Kósovó er í 99. sæti á FIFA listanum en eru með góða leikmenn og kunna fótbolta. Ef við erum í ruglinu munu þeir refsa okkur, sérstaklega á heimavelli.“ „Þurfum að kunna allar hliðar leiksins. Vonandi mun fólk sjá einkenni og hvað við erum að gera. Það er mikilvægt fyrir mig og teymið að það verði framfarir. Eitthvað smá ljós í göngunum sem mun gefa til kynna hvert við erum að fara. Svo í næsta leik eru enn meiri framfarir. Það verða fullt af mistökum en vonandi eitthvað til að halda í svo við verðum klárir í haust.“ Staðan á hópnum „Valgeir Lunddal Friðriksson er ekki klár á morgun. Æfði mjög vel í dag en við metum það svo að við verðum frekar með hann kláran á sunnudaginn. Mikael Anderson þurfti því miður að fara heim í dag. Töldum það best úr því sem komið var að komast til síns félagsliðs og fara strax í meðhöndlun. Leiðinlegt að missa hann, fyrir okkur og drenginn líka en svona er þetta.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40