Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa virkað vel og býður aftur upp á flatkökur á fundum Peningastefnunefndar. Vísir Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki. Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki.
Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira