Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 07:30 Lucy Bronze fagnar eftir að hafa skorað gegn Svíum í undanúrslitaleiknum á EM 2022, þar sem England endaði á að verða Evrópumeistari. AFP/JUSTIN TALLIS Lucy Bronze segist í raun alltaf hafa vitað að hún væri einhverf en hún fékk ekki greiningu fyrr en árið 2021, árið eftir að FIFA valdi hana bestu knattspyrnukonu heims. Hún segir einhverfuna hafa hjálpað sér upp í hæstu hæðir fótboltans. Bronze hefur um árabil verið í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og unnið flest sem hægt er að vinna. Hún er til að mynda ríkjandi Evrópumeistari með enska landsliðinu, vann Meistaradeild Evrópu tvö síðustu ár með Barcelona og áður þrisvar með Lyon. Bronze, sem fór til Chelsea síðasta sumar, segir móður sína lengi hafa grunað að hún væri með einhverfu og ADHD þó að það væri ekki fyrr en í landsleikjahléi árið 2021 sem að hún fékk greiningu. „Þetta var eitthvað sem ég vissi samt í raun alltaf af. Greiningin breytti þannig séð engu en hún opnaði samt augu manns aðeins. Ég lærði meira um sjálfa mig og af hverju ég sé hlutina öðruvísi eða haga mér öðruvísi en annað fólk í ákveðnum aðstæðum,“ segir Bronze í viðtali við BBC. 🗣 "I'm not passionate, I'm just obsessed... that's my autism, it's my superpower." 💪 🦸♀️@LucyBronze discusses her autism and ADHD during #NeurodiversityCelebrationWeek. #BBCFootball pic.twitter.com/BiS5fSEGdO— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2025 „Það var gott að geta sest niður og talað um eiginleika mína og hvaða áhrif þetta hefur á mig, aðstæður sem láta mér líða vel eða illa. Það var svona það sem lét allt smella í hausnum á mér og mér leið mun betur,“ segir Bronze. Í viðtalinu segist hún hafa hermt eftir hegðun annarra allan þrítugsaldurinn, til að fela einhverfuna, en slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar á andlega heilsu. Hermdi eftir Jill Scott „Þegar ég kom fyrst í enska landsliðið þá gat ég ekki talað við neinn. Ég man að Casey Stoney sagði við mig: „Þú horfir aldrei í augun á mér þegar við tölum saman“ og ég var bara „það er ert ekki þú heldur ég“. Ég fylgdist með Jill Scott og hvernig hún talaði við fólk. Ég hugsaði með mér að ég gæti hermt eftir henni. Ég er betri í því núna en mér líður samt svolítið óþægilega stundum. Það að faðma fólk og ná augnsambandi þegar maður talar er eitthvað sem ég þurfti að læra því fólki finnst það eðlilegt en mér fannst það svo erfitt,“ segir Bronze. Lucy Bronze slær á létta strengi með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Barcelona.AP/Martin Meissner Núna skilji fólkið í kringum hana hins vegar að hún vilji ekki faðmlög og að það dæmi hana ekki fyrir það. Þráhyggja frekar en ástríða Eins og fyrr segir þá hefur Bronze unnið flest sem hægt er að vinna í fótbolta og hún segir einhverfuna og ADHD hafa hjálpað sér að verða ein besta knattspyrnukona heims. „Fólk segir að ég hafi svo mikla ástríðu fyrir fótbolta og nái þannig að vera ofureinbeitt. Ég veit ekki hvort ég myndi kalla þetta ástríðu. Ég er með þráhyggju [fyrir fótbolta]. Það er einhverfan mín, ofurfókus á fótbolta,“ segir Bronze sem er orðin 33 ára og hefur spilað í meistaraflokki í 17 ár en lætur engan bilbug á sér finna. „Það er mjög gott varðandi ADHD og einhverfu að æfa. Að geta einbeitt sér og verið á hreyfingu. Það er magnað fyrir mig að æfa á hverjum degi. Sumar af hinum stelpunum segja bara: „Ertu viss um að þú sért 33 ára því þú hættir bara ekki?“ Allt það sem fylgir einhverfunni hefur hjálpað mér.“ Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Bronze hefur um árabil verið í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og unnið flest sem hægt er að vinna. Hún er til að mynda ríkjandi Evrópumeistari með enska landsliðinu, vann Meistaradeild Evrópu tvö síðustu ár með Barcelona og áður þrisvar með Lyon. Bronze, sem fór til Chelsea síðasta sumar, segir móður sína lengi hafa grunað að hún væri með einhverfu og ADHD þó að það væri ekki fyrr en í landsleikjahléi árið 2021 sem að hún fékk greiningu. „Þetta var eitthvað sem ég vissi samt í raun alltaf af. Greiningin breytti þannig séð engu en hún opnaði samt augu manns aðeins. Ég lærði meira um sjálfa mig og af hverju ég sé hlutina öðruvísi eða haga mér öðruvísi en annað fólk í ákveðnum aðstæðum,“ segir Bronze í viðtali við BBC. 🗣 "I'm not passionate, I'm just obsessed... that's my autism, it's my superpower." 💪 🦸♀️@LucyBronze discusses her autism and ADHD during #NeurodiversityCelebrationWeek. #BBCFootball pic.twitter.com/BiS5fSEGdO— BBC Sport (@BBCSport) March 19, 2025 „Það var gott að geta sest niður og talað um eiginleika mína og hvaða áhrif þetta hefur á mig, aðstæður sem láta mér líða vel eða illa. Það var svona það sem lét allt smella í hausnum á mér og mér leið mun betur,“ segir Bronze. Í viðtalinu segist hún hafa hermt eftir hegðun annarra allan þrítugsaldurinn, til að fela einhverfuna, en slík hegðun getur haft alvarlegar afleiðingar á andlega heilsu. Hermdi eftir Jill Scott „Þegar ég kom fyrst í enska landsliðið þá gat ég ekki talað við neinn. Ég man að Casey Stoney sagði við mig: „Þú horfir aldrei í augun á mér þegar við tölum saman“ og ég var bara „það er ert ekki þú heldur ég“. Ég fylgdist með Jill Scott og hvernig hún talaði við fólk. Ég hugsaði með mér að ég gæti hermt eftir henni. Ég er betri í því núna en mér líður samt svolítið óþægilega stundum. Það að faðma fólk og ná augnsambandi þegar maður talar er eitthvað sem ég þurfti að læra því fólki finnst það eðlilegt en mér fannst það svo erfitt,“ segir Bronze. Lucy Bronze slær á létta strengi með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Barcelona.AP/Martin Meissner Núna skilji fólkið í kringum hana hins vegar að hún vilji ekki faðmlög og að það dæmi hana ekki fyrir það. Þráhyggja frekar en ástríða Eins og fyrr segir þá hefur Bronze unnið flest sem hægt er að vinna í fótbolta og hún segir einhverfuna og ADHD hafa hjálpað sér að verða ein besta knattspyrnukona heims. „Fólk segir að ég hafi svo mikla ástríðu fyrir fótbolta og nái þannig að vera ofureinbeitt. Ég veit ekki hvort ég myndi kalla þetta ástríðu. Ég er með þráhyggju [fyrir fótbolta]. Það er einhverfan mín, ofurfókus á fótbolta,“ segir Bronze sem er orðin 33 ára og hefur spilað í meistaraflokki í 17 ár en lætur engan bilbug á sér finna. „Það er mjög gott varðandi ADHD og einhverfu að æfa. Að geta einbeitt sér og verið á hreyfingu. Það er magnað fyrir mig að æfa á hverjum degi. Sumar af hinum stelpunum segja bara: „Ertu viss um að þú sért 33 ára því þú hættir bara ekki?“ Allt það sem fylgir einhverfunni hefur hjálpað mér.“
Fótbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira