„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Iga Swiatek hefur unnið fimm risamót á ferlinum, þar af Opna franska meistaramótið fimm sinnum. getty/CLIVE BRUNSKILL Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk. Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi. Tennis Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi.
Tennis Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira